Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Fundað um sauðfé og ull á Hjaltlandseyjum Vorið 2011 var haldin á Orkneyjum ráðstefna um sauðfjárrækt við norðanvert Atlantshaf, einkum með tilliti til nýtingar ullar af gömlum heimakynjum sem eru öll af stofni norðurevrópska stuttrófufjárins. Þær Karin F. Svarstad frá Noregi og Helga Tulloch frá Orkneyjum áttu frumkvæðið og aftur var efnt til slíkrar ráðstefnu á Hörðalandi í Noregi vorið 2012 (sjá Bændablaðið 3. maí 2012). Með vaxandi áhuga á þessu samstarfi var efnt til þriðju ráðstefnunnar dagana 11.–15. október sl. á Hjaltlandseyjum og í undirbúningi er ráðstefna um þessi efni hér á landi, nánar tiltekið á Blönduósi, í september að ári. Sá sem þetta ritar hefur verið þátttakandi í þessu samstarfi frá upphafi og flutt þar erindi um íslenska sauðféð. Fundað í Leirvík – norrænn menningararfur Að þessu sinni voru þátttakendur um 40 að tölu frá ýmsum löndum, einkum frá Íslandi, Noregi og Skotlandi. Þeirra á meðal var hópur Íslendinga sem auk ferðar um Hjaltlandseyjar, og þátttöku í „Ullarvikunni“ (Shetland Wool Week), fór yfir á meginland Skotlands, til að kynna sér enn betur handverk og aðra nýtingu ullar. Hjaltlandseyjar voru undir norrænum yfirráðum um langt skeið, allt til 1492, en þá féllu þær undir skosk yfirráð ásamt Orkneyjum vegna greiðslu heimanmundar frá Danakonungi til Skotakonungs. Þær eru því nyrsti hluti Skotlands og þar með Stóra-Bretlands. Eyjarnar sem eru 100 að tölu, þar af 15 byggðar, eru nokkurn veginn miðja vegu á milli Noregs og Færeyja, aðeins um 360 km skilja á milli til hvors lands. Norræn, og þar með íslensk tengsl og áhrif, voru mikil til forna. Eyjarnar eru á sögusviði Orkneyingasögu sem íslenskir menn rituðu á sínum tíma og enn lifa mörg staðaheiti og önnur norræn orð þar um slóðir, sum hrein íslenska. Við bæinn Tingvall (Þingvöll), skammt norðan við Leirvík, er skilti sem á stendur „Með lögum skal land byggja“, þarna er Papey, reyndar tvær, Sandnes og Hvalsey, og þegar fjárbændur sleppa hrútum í ærnar við upphaf fengitíma nota þeir orðið „slip“, svo að dæmi séu tekin. Allt fram á 19. öld var norræna eða „Norn“ tungumál bæði Orkneyja og Hjaltlandseyja og áhrifin koma enn fram í mállýsku hinna skosku eyjarskeggja (hjaltlenska) þótt enska með skoskum hreim hafi náð yfirhöndinni. Á eyjunum talar þó fólkið að jafnaði hægar og á lægri nótum en dæmigert skoskumælandi fólk. Kveðskapur lifir þar góðu lífi og er ástæða til að benda á bókina „Hjaltlandsljóð“ með ljóðaþýðingum Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar rithöfundar sem kom út í fyrra en þar eru ljóð eftir 12 höfunda þýdd úr hjaltlensku og ensku (Bókaútgáfan Dimma, ISBN 978-9935-401-19-9). Nú búa á Hjaltlandseyjum 23.000 manns, þar af um 7.000 í Leirvík. Þar og víðar eru mikil tengsl við olíuiðnaðinn í Norðursjó en bæði sjávarútvegur og landbúnaður eru þó veigamiklar atvinnugreinar á eyjunum. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Þekktir fyrir sauðfé og nýtingar ullar Hjaltlandseyjar eru töluvert ólíkar Orkneyjum. Minna er um gott ræktunarland og hálendara er á Hjaltlandseyjum. Þó er þar nokkur nautgriparækt og mjólkurframleiðsla en meira munar um sauðfjárræktina því að úthagabeit er ágæt á lyngheiðum, þar sem áður var mikil mótekja í mýrum, og sums staðar er notadrjúg fjörubeit líkt og á Orkneyjum. Það búfé sem vekur mesta athygli Íslendinga er Hjaltlandseyjaféð, náskylt okkar fé, og hinn smávaxni Hjaltlandseyjahestur. Hann minnir vissulega á íslenska hestinn er er þó mun smærri. Nú er hann vinsæll barnahestur en forðum var hann ómetanlegur sem klyfja- og dráttarhestur við erfið skilyrði. Einnig er til gamalt nautgripakyn af norrænum uppruna en öll eru þessi gömlu búfjárkyn harðger og vel aðlöguð aðstæðum á eyjunum. Alls eru um 300.000 kindur á Hjaltlandseyjum, að meðtöldum lömbum (júnítölur) en af þeim er 50.000 heimaræktað Hjaltlandseyjafé sem gengur úti allt árið, aðeins tekið heim að bæjum fyrir og um burð. Hrútarnir eru hyrndir en ærnar kollóttar, nær undantekningarlaust. Um miðjan október, þegar ráðstefnan fór fram var verið að taka alla hrúta úr fénu en þeim er sleppt aftur í byrjun desember þannig að flest ber í maí. Töluvert er um blendingsrækt svo sem með Cheviot, Suffolk, Texel og Lleyn kynjum en það fé er meira heimavið enda ekki eins harðgert og gengur mest á ræktuðu landi við bæina, sem margir hverjir eru smábýli (crofts). Mikil litafjölbreytni er í Hjaltlandseyjafénu, hvítt, svart, mórautt, golsótt, botnótt og flekkótt. Ullin er að jafnaði fínni og togminni en á íslenska fénu en okkar fé er vænna. Gestrisni og góðar samgöngur Helstu flugleiðir til Hjaltlandseyja eru um Aberdeen og Glasgow í Skotlandi og Stavanger í Noregi. Innan eyja eru góðar vegasamgöngur og á milli þeirra bæði flug og ferjur. Aðalflugvöllurinn, Sumburgh, er um 40 km frá Leirvík, skammt norðan við suðurodda Hjaltlands sem til forna bar hið mikilfenglega heiti Dynrastarhöfði. Íslendingar eiga vissulega erindi til Hjaltlandseyja. Þar er gestrisið fólk sem deilir með okkur hluta hins norræna menningararfs og þangað er gott að koma. Nánar verður sagt frá haustferð Íslendinga um Hjaltlandseyjar í næsta blaði. Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is Peter Glanville, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar og forystumaður sauðfjárbænda í lífrænum búskap á Hjaltlands- eyjum. Auk markaðssetningar á sláturafurðum eru þeir að hasla sér völl á markaði fyrir lífrænt vottaða ull og ullar vörur. Myndir / ÓRD Hjaltlandseyjafé í ýmsum litum og tvær kvígur sem eru einnig af gömlum norrænum stofni. Gamall, vel uppgerður, hlaðinn steingarður í baksýn skilur á milli býlanna. Kótelettufélag Íslands hélt fyrsta matarfund vetrarins: Þrír hlutu viðurkenningu fyrir vasklega framgöngu Fyrsti kótelettufundur vetrarins hjá Kótelettufélagi Íslands var haldinn nú fyrir skömmu. Á fundinn voru boðnir þrír heiðurs menn, Svavar Pálsson sýslu maður á Húsavík, Sigurður Brynjúlfsson yfirlögregluþjónn á Húsavík og Þórarinn Ingi Péturs- son Grýtubakka, formaður Lands sambands sauðfjárbænda. Kótelettufélagið veitti þeim Svavari og Sigurði viðurkenningu fyrir vasklega framgöngu við skipulagningu og björgun búfjár í óveðrinu sem geisaði í september 2012. Auk þess fengu þeir allir staðfestingar skjal um að þeir hefðu snætt kótelettur með félögum í Kótelettufélagi Íslands. Að venju voru bornar fram kótelettur, ís og ávextir í eftirrétt. Á þessum fundi var margt spjallað og spáð í ýmislegt varðandi lambakjöt, sauðfjárræktun og markaðsmál, „Þessi fundur var mjög skemmtilegur og nutu menn þess að spjalla og borða góðan mat,“ segir á síðu Kótelettufélagsins á Facebook. Fengu 20 kílóa sekk af gullraspi Kótelettufélagið fer eftir ströngum gæðastöðlum þegar kemur að vali á hráefni, því aðeins kótelettur af kjötskrokkum sem hafa flokkast í E3 eða hærra uppfylla skilyrði félagsins. Öll meðhöndlun á kótelettunum, eldun og meðlæti skiptir miklu máli. Kótelettunum er velt upp úr raspi og smjörið er ekki sparað við steikinguna. Fyrirtækið Maxí ehf. gaf Kótelettufélaginu 20 kílóa sekk af gullraspi nú nýlega og er kótelettunum að sjálfsögðu velt upp úr honum. Þær eru síðan bornar fram með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og rabarbarasultu. Kótelettukvöldin hafa verið haldin í Heiðarbæ í Reykjahverfi en einnig hafa félagsmenn farið og eldað kótelettur á veitingastöðum í sýslunni sem og í heimahúsum, þar sem áhugasamir hafa getað snætt kótelettur að hætti félagsins. Félagið hefur enn ekki eldað utan Þingeyjarsýslu en félagsmenn hafa kynnt starfsemi utan sýslunnar í nokkur skipti. /HA/MÞÞ Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga tekur við viðurkenningunni frá Kótelettufélaginu. Myndir / Hermann Jónasson Svavar, Sigurður og Þórarinn með viðurkenningarnar frá Kótelettufélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.