Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 „Barn dettur úr hreiðri sínu. Við sjáum því fyrir móður, systkinum og heimili. Gæti ekki verið einfaldara.“ Þetta eru orð Austurríkismannsins Hermanns Gmeiner, stofnandi SOS barna- þorpanna. Neyð munaðarlausra barna eftir Síðari heimsstyrjöldina rann Gmeiner til rifja og stofnaði hann samtökin SOS barnaþorp árið 1949 til aðstoðar börnunum. Framkvæmdir við fyrsta SOS barnaþorpið hófust sama ár í Imst í Austurríki. Í dag reka samtökin á sjötta hundrað barnaþorp víðs vegar um heim auk þess að sinna margs konar öðru hjálparstarfi. Um 80.000 umkomulaus börn búa í SOS barnaþorpunum og yfir ein og hálf milljón manns njóta ýmiss konar stuðnings samtakanna ár hvert. Styðja bæði börn og foreldra SOS barnaþorpin starfa í 133 löndum eða landsvæðum. Þekktasta starfsemi samtakanna er barnaþorpin sjálf, en í þeim er börnum sem ýmist eru munaðarlaus eða geta af einhverjum ástæðum ekki dvalið hjá foreldrum sínum búið heimili. Auk þess reka samtökin unglingaheimili, leikskóla, grunnskóla, verknámsskóla og heilsugæslustöðvar, oftast í samhengi við barnaþorpin sjálf. Þá sinna samtökin verkefni sem nefnist fjölskylduefling, en með því er stutt við fjölskyldur til að foreldrar geti alið önn fyrir börnum sínum. Oftast eru slík verkefni rekin á svæðum í næsta nágrenni við barnaþorp. Börn sem búa í nágrenni þorpanna og njóta fjölskyldueflingar samtakanna eru á milli 300 og 400 þúsund talsins. Þau börn njóta skólagöngu, heilsugæslu og annarar þjónustu í barnaþorpunum en auk þess styðja samtökin við foreldra barnanna, ýmist með því að bjóða þeim fræðslu eða aðra aðstoð. Í samhengi við slík verkefni reka samtökin samfélagsmiðstöðvar þar sem fjölskyldum er veitt margvíslegur stuðningur. Þá veita samtökin neyðar- aðstoð þegar hamfarir skella á þeim landsvæðum þar sem samtökin hafa starfsstöðvar. 6.000 styrktarforeldrar á Íslandi Styrkforeldrar á Íslandi eru um 6.000 en auk þess eru aðrir 6.000 einstaklingar sem styrkja ekki með reglulegum hætti heldur af og til. Langalgengast er að fólk taki að sér einstök börn sem styrktarforeldrar þó að hægt sé að styrkja barnaþorpin sem einingu. Margir tengjast fóstur- börnum sínum sterkum böndum, oft eru myndir af þeim uppi við í híbýlum fólks og börn fjölskyldna líta á fóstur- börnin sem systkini sín í útlöndum. „Fólk gerir þetta persónulegt, fylgist með börnunum, sendir þeim bréf og gjafir og heimsækir þau jafnvel ef efni og aðstæður leyfa,“ segir Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna á Íslandi. Kvenfélagið fékk boltann til að rúlla Starfsemi SOS hjálparinnar hér á landi hófst 1989. „Íslendingar hafa frá upphafi tekið okkur mjög vel. Margir þekktu starfið frá Danmörku, ýmist eftir að hafa dvalist þar eða hreinlega úr dönsku blöðunum,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri samtakanna. Ragnar segir jafnframt að áberandi sé hversu mikils velvilja samtökin njóti á landsbyggðinni. „Við tókum saman fyrr á árinu í hvaða póstnúmeri flestir styrktaraðilar okkar eru, miðað við höfðatölu. Þá kom í ljós að Langanes kom best út, langbest. Mjög margir styrktaraðilar okkar er fólk á landsbyggðinni. Við höfum svo sem ekki skýringu á því hvernig þetta dreifist en líklegast er nú að þetta berist á milli fólks. Ég held reyndar í því tilfelli hafi upphafið verið að kvenfélagið á staðnum hafi tekið að sér að styrkja barn hjá okkur og svo hafi boltinn bara byrjað að rúlla.“ Uppbygging háð innviðum samfélaga Ragnar segir að misjafnt sé hvaða skref þurfi að stíga til að byggja upp barnaþorp og fer það mjög eftir svæðum og innviðum samfélaga. „Ef það er til að mynda góður skóli á staðnum vinnum við með honum og okkar börn ganga í hann. Sé enginn skóli eða leikskóli á staðnum er það okkar hlutverk að byggja þá upp. Slíkir skólar eru síðan einnig opnir fyrir önnur börn sem búsett eru á svæðinu í kring. Það veltur sem sagt mjög mikið á því hvað er fyrir hendi þegar við hefjum starfsemi. Við byggjum upp þær einingar sem þarf til að geta boðið börnunum upp á gott líf og bjarta framtíð, og auðvitað einnig fólkinu í nágrenninu. Þetta á líka við um vatn, hreinlætis- og salernisaðstöðu og svo framvegis. Til að mynda er það oftast þannig að þegar grafa þarf brunn í barnaþorpunum gröfum við annan utan við þorpið fyrir fólk sem þar býr. Með því nýtum við vinnuafl, þekkingu og tækni til að auka lífsgæði íbúa.“ Ekki hættulaust Barnaþorpum SOS er víðast hvar mjög vel tekið en hins vegar eru dæmi um lönd þar sem samtökin hafa ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fengið að hefja starfsemi sína. Það á meðal annars við um Norður-Kóreu, Lýðveldið Kongó, Afganistan, Íran, Írak, Kúvæt og Sádi-Arabíu. „Það hefur reynst erfitt að komast inn í ýmis stríðshrjáð lönd og lönd þar sem stjórnmálaástand er óstöðugt. Þar hafa yfirvöld verið treg til. Það er þó ekki algilt, við erum til dæmis með barnaþorp í löndum eins og Líbanon, Jórdaníu, Egyptalandi og Túnis. Við höfum líka lent í því að barnaþorpin okkar hafa orðið fyrir árásum. Til að mynda hefur flugskeytum verið skotið á þorp. Við rekum barnaþorp og sjúkrahús í Mogadishu í Sómalíu og það hefur ítrekað orðið fyrir árásum, við höfum þurft að tæma það oftar en einu sinni. Sama gerðist í Suður-Súdan, í borginni Malakal. Við neyddumst til að tæma þorpið okkar þar því að það var tekið yfir af uppreisnarmönnum. Við neyddumst einnig til að tæma barnaþorp í Sýrlandi fyrir ekki svo löngu. Svona hlutir gerast en við höfum aldrei misst börn eða orðið fyrir manntjóni. Auðvitað er þetta hins vegar gríðarlegt álag á börnin, sem sum hver eru komin til okkar vegna stríðsástands,“ segir Ragnar. Dvelja í þorpunum til fullorðinsára Að sögn Sunnu koma börnin sem dvelja í barnaþorpunum þangað á öllum aldri, ýmist vegna þess að þau hafa misst foreldra sína eða þeir eru ófærir um að ala önn fyrir þeim. Algengast er að börn komi í barnaþorpin á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Barnaþorpin taka við börnum til tólf til fjórtán ára aldurs en missi börn foreldra sína eftir þann aldur er reynt að leita annarra úrræða fyrir þau. Almennt dvelja börnin í þorpinu til fullorðinsára, til 18 ára eða jafnvel 23 ára en það er hámarksaldur. Dæmi eru um að börn yfirgefi þorpin fyrr, einkum ef efnahagur og aðstæður foreldra þeirra batnar og þau geta dvalið hjá þeim. Standa og falla með stuðningi Starf barnaþorpanna stendur og fellur með því að fólk, einkum Vesturlandabúar, styðji við starfið. „Eftir því sem fleiri styrkja samtökin er hægt að reisa fleiri barnaþorp og hjálpa fleiri börnum. Stuðningur hefur vaxið nokkuð jafnt í gegnum tíðina en mesta stökkið var árin 2007 SOS barnaþorpin veita þúsundum barna heimili – Íbúar Langaness hlutfallslega langflestir í hópi styrktarforeldra – að gerast styrktarforeldri barns kostar 123 krónur á dag Barnaþorpin taka við börnum til tólf til fjórtán ára aldurs en missi börn foreldra sína eftir þann aldur er reynt að leita annarra úrræða fyrir þau. Starfsemi SOS barnaþorpanna er í 133 löndum um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.