Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Hin árlega uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda var haldin á Hótel Sögu í fyrri viku undir yfirskriftinni „Á fljúgandi ferð inn í framtíðina“. Á hátíðinni voru ferðaþjónustubændum veitt verðlaun í tveimur flokkum, Framúr skarandi ferðaþjónustu- bær 2013 og Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2013. Á uppskeruhátíðinni veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í þriðja sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi, en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2013 fengu eftirfarandi viður- kenningu: Verðlaun fyrir einstaka frammistöðu Ólafur Laufdal Jónsson og Kristín Ketilsdóttir á Grímsborgum, Þórólfur Sigurjónsson og Guðný Vésteinsdóttir á Sveitasetrinu Hofsstöðum í Skagafirði og Vilborg Þórðardóttir á Ytra Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrif stofunnar. Mikil þjónustulund Ólafur og Kristín í Grímsborgum reka gististað sem er að mörgu leyti frábrugðinn öðrum gististöðum þar sem byggingarnar standa við minnsta hringveg landsins og hefur tekist að halda fallegri heildarmynd á svæðinu. Mikil þjónustulund einkennir gestgjafana og njóta gestir þeirra einstaklega fallegs og hlýlegs umhverfis þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar og góða þjónustu. Metnaðarfull uppbygging Þórólfur og Guðný á Sveitasetrinu Hofsstöðum í Skagafirði hafa staðið í mikilli og metnaðarfullri uppbyggingu á ferðaþjónustubæ sínum þar sem lagt er upp með að hámarka ánægju gestanna með góðum aðbúnaði, frumlegum og spennandi matseðli með áherslu á ferskt hráefni úr héraðinu og sölu ýmissa ætilegra minjagripa sem eru meðal annars úr smiðju Guðnýjar. Táknmynd sannrar íslenskrar gestrisni Vilborg á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hóf störf sem ferðaþjónustubóndi á efri árum og ákvað að láta ekki takmarkaða tungumálakunnáttu stoppa sig í því að taka á móti ferðamönnum víðsvegar að úr heiminum. Hún er táknmynd sannrar íslenskrar gestrisni og býður gesti sína velkomna á fallegt heimili sitt með heimilislegum veitingum, kaffisopa og léttu spjalli. Hvatningarverðlaun Í flokknum Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2013 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arinbjörn á Brekkulæk í Miðfirði, Harald og Bergþóra á Hótel Rauðuskriðu í Aðaldal og Björn Ingi í Gistihúsinu Kríunesi við Elliðavatn. Hvatningarverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina. Brekkulækur Arinbjörn á Brekkulæk hefur í fjöldamörg ár boðið innlendum og erlendum ferðamönnum upp á fjölbreyttar hestaferðir þar sem gestirnir upplifa ekki einungis einstaka náttúru landsins, heldur er lagt upp úr því að þeir kynnist heimamönnum og fái góða innsýn í sveitalífið, íslenska menningu og siði. Hótel Rauðaskriða Harald og Bergþóra á Hótel Rauðuskriðu tóku tiltölulega nýlega við rekstri hótelsins úr höndum foreldra Haralds. Þau hafa haldið ótrauð áfram og er enn verið að bæta svansvottuðum gistieiningum við Hótel Rauðuskriðu auk þess sem góð vinna hefur verið unnin í vöruþróun á sviði fuglaskoðunar og hjólreiða. Kríunes Þegar Björn Ingi í Kríunesi hóf rekstur gistihúss þar, þá stóð bærinn einn og sér við vatnið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nær byggðin nú nánast að bæjardyrunum. Björn Ingi og fjölskylda létu ekki deigan síga og héldu áfram starfsemi sinni. Kríunes hefur skipað sér ákveðna sérstöðu sem „sveit í borg“ þar sem er lögð áhersla á fundar- og veisluhöld auk fjölbreyttrar afþreyingar í nærumhverfinu. Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda: Á fljúgandi ferð inn í framtíðina Það ríkir mikil spenna á heimili mínu þessa dagana. Ég og sambýliskona mín erum óþreyjufull og spennt, börnin okkar tvö sömuleiðis. Það eru ekki jólin sem valda spennunni þó að við hlökkum vissulega öll til þeirra. Nei, ástæðan er önnur, við bíðum nefnilega eftir barni. Börnin mín fjögurra og átta ára spyrja mikið um nýja systkinið sem þau munu fá að kynnast á næstu dögum. Hvernig það muni verða, hvort það verði stelpa eða strákur, hvenær við fáum að sjá það og svo fram eftir götunum. Frá því við sögðum þeim að von væri á barni hefur óþolinmæðin aukist dag frá degi og er nú svo komið að þau biðja um að kíkt sé í póstkassann oft á dag. Já, barnið okkar kemur með póstinum. Við bíðum eftir því að eignast lítið fósturbarn í SOS þorpi einhvers staðar úti í heimi. Á næstu dögum fáum við sendan póst með upplýsingum um barnið okkar, hvað það heiti og hvar það eigi heima ásamt örlítilli baksögu um ástæður þess að það er búsett í SOS barnaþorpi. Við fáum líka mynd og nú standa yfir umræður á heimilinu um hvar sú mynd muni njóta sín best. Sumir vilja hafa hana á ísskápnum, aðrir benda á að hún færi vel í fallegum ramma ofan á píanóinu í stofunni. Fjölskyldan er þegar farin að leggja drög að jólagjafakaupum og bréfaskriftum til nýja barnsins. Krakkarnir hafa háleitar hugmyndir um stórar dúkkur og Playmo-kastala. Við fullorðna fólkið erum raunsærri og áttum okkur á að það geta verið ýmis vandkvæði á að senda svo stórar gjafir um langa leið til fjarlægra landa svo að pakkinn nái nú fyrir jólin. Við ætlum saman að finna eitthvað fallegt fyrir nýja fjölskyldumeðliminn og börnin ætla að teikna myndir og skrifa bréf. Við hlökkum öll mikið til. Í SOS barnaþorpunum, sem eru um allan heim, búa um 80.000 umkomulaus börn. Þessi börn hafa fengið skjól í þorpunum vegna þess að þau eru munaðarlaus eða vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki getað alið önn fyrir þeim af einhverjum ástæðum. Börnin koma stundum af sundruðum heimilum eða hafa þurft að þola afleiðingar stríðsátaka eða náttúruhamfara. Þau eiga oft engan að. Þegar þau eru tekin upp á arma SOS barnaþorps eignast þau móður og systkin sem umvefja þau ást, umhyggju og kærleika. Þar er séð fyrir öllum þörfum þeirra, næringu, hreinu vatni, heilsugæslu og menntun og þeim gert kleift að njóta barnæsku sinnar. Medikem Tamirat er tvítugur strákur sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Eþíópu. Hann var munaðarlaus og átti enga ættingja sem höfðu kost á að taka hann að sér. Hans beið framtíð full óöryggis þangað til hann eignaðist móður í SOS barnaþorpi og styrktarforeldra sem studdu hann með fjárframlögum. Medikem er nú við nám í Harvard á fullum skólastyrk og lærir þar stærðfræði. SOS barnaþorpin urðu til þess að hann fékk þetta tækifæri í lífinu. Að gerast styrktarforeldri barns í SOS þorpi kostar á mánuði sem samsvarar einni pítsu ásamt brauðstöngum og sósu, svona til að setja það í samhengi. Fyrir sömu upphæð gætir þú stutt barn sem á enga að svo það njóti öryggis og mannsæmandi lífs. Það kostar sem sagt 3.750 krónur á mánuði að gerast styrktarforeldri. Það jafngildir 123 krónum á dag. Hvað getur þú gert fyrir 123 krónur á dag? /fr STEKKUR Pítsa eða barn? Framúrskarandi ferðaþjónustubændur, frá vinstri: Vilborg á Ytra-Laugalandi, Þórólfur og Guðný á Sveitasetrinu Hofsstöðum og María Brá fyrir hönd Ólafs og Kristínar á Grímsborgum. Mynd / FB Hvatningarverðlaun, frá vinstri: Björn Ingi í Kríunesi, Harald og Bergþóra á Hótel Rauðuskriðu og Arinbjörn á Brekkulæk. Mynd / FB Fjölmenni var á uppskeruhátíð ferðaþjónustubænda á Hótel Sögu í fyrri viku. Mynd / HKr. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, í ræðustól á uppskeruhátíðinni. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.