Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
103
um, sem er meiri en 4 mm Hg.,
er sjúldegur.0
Sjónsviðsmæling.
Sjónsviðsmæling (perimetri)
er einn veigamesti þátturinn við
greiningu gláku og til að fylgj-
ast með gangi sjúkdómsins.
Sjónsviðsskerðing, sem er
einkennandi fyrir gláku, staf-
ar af skemmdum á ákveðnum
taugaknippum i sjóntauginni i
sjóntaugardoppunni (papilla n.
optici). Eru þær taldar stafa af
tveimur samverkandi orsökum:
of hárri augnspennu og blóð-
rásartruflun. Fyrr var álitið, að
spennuaukningin ein ylli þess-
um breytingum, sem fólgnar
eru í rýrnun á taugaþráðunum,
og því, að taugatróðið (glia)
bverfur. Þessu samfara eru allt-
af herzlisbreytingar (sclero-
sis) í arteriolum i sjóntauginni
og sjóntaugardoppunni. Nýjustu
rannsóknir liafa leitt í ljós, að
sjóntap og skerðing á sjónsviði
stafar af jafnvægisskorti milli
augnspennu og liáræðaþrýstings
í þessum bluta augans.8
Fyrsta breytingin á sjónsviði,
sem kemur fram við byrjandi
gláku, er, að „blindi bletturinn“
stækkar, einkum upp á við (Sei-
dels scoloma) (2. mynd A).
Sjónsviðseyðan breiðistþaðanút
eins og fleygur kringum miðju-
dældina (fovea centralis) upp
eða niður á við eða hvort tveggja
(Bjerrum scotoma) (2. myndB)
og beldur áfram út í útjaðar
sjónsviðsins nefmegin (Rönne
nefþrep) (2. mynd C). Saxast
síðan smám saman á útjaðra
sjónsviðsins, bæði almennt, en
mest og fljótast nefmegin. Al-
menna sjónsviðsskerðingin befst
oft samfara sjónsviðseyðunum
í miðju sjónsviðinu, en yfir-
leitt er skerðingin mest nef-
megin.
Undir lokin er aðeins eftir
eyja í miðju sjónsviðinu, sem
síðar hverfur. Síðustu leifarn-
ar verða í hliðar- (temporal)
hluta sjónsviðsins (2. mynd D),
sem síðar eyðast, og er augað
þá alblint.
Það er eftirtektarvert, að
lieina sjónin eða skarpa sjónin
getur haldizt óskert, þangað til
á lokastigi sjúkdómsins (saman-
ber 2. mynd D), og er því sjón-
skerpan enginn mælikvarði á
stig sjúkdómsins.
Þessi sjónsviðsslcerðing, sem
lýst hefur verið, er oft mjög
liægfara. Oft líða mörg ár frá
þvi, að sjónsviðsbreytingar
byrja, unz augað er orðið blint.
Þar sem gláka er einkennalaus
á byrjunarstigi, verða menn
ekki varir við hættuna, einkum
þar sem skarpa sjónin getur
baldizt ósljóvguð um árabil,
enda þótt alvarleg skemmd sé
komin i augað. Eins og síðar
verður skýrt frá, kemur sýk-
ingin oft mismunandi fljótt
fram í augunum eða, að annað
augað skemmist örar en bitt.
Geta oft liðið nokkur ár frá því,
á.