Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
113
44 einstaklingar, 19 karlar og
25 konur.
H oglH spennushg
I spennust/g
3. línurit.
Tiðni hækkaðrar spennu í heild og
í spennustigum meðal karla
og kvenna.
í yngsta aldursflokknum er
tíðnin svipuð meðal karla og
kvenna, um 1.8 og 1.9%. I næsta
aldursflokki fyrir ofan er tiðn-
in meðal karla nokkru meiri,
eða um 7.1%, en 6.0% meðal
kvenna. I elzta aldursflokknum
er tíðnin enn litlu meiri með-
al karla en kvenna.
Línuritið sýnir, að mismun-
andi spennustig skiptast nokkuð
jafnt á milli karla og kvenna.
I yngsta aldursflokknum er tíðni
meðal karla þó lieldur lægri en
meðal kvenna í lægsta spennu-
flokknum.
Athuganir þessar leiða í ljós,
að tíðni gláku fer stighækkandi
í aldursflokkum eftir 50 ára
aldur og hæsta spennan er tið-
ari i elztu aldursflokkunum og
þá einkum meðal karla. Ber
þetta i meginatriðum saman við
rannsóknir gerðar í Sviþjóð árið
1960 af U. Strömberg.6 Gerði
liann allsherjar-augnspennu-
mælingu með kvörðuðum
augnspennumæli meðal 7275
einstaklinga, 40 ára og eldri.
Tiðni sjúklegrar spennu í ald-
ursflokkum fann hann 40—45
ára 1%, 55—59 ára 3.2% og
65—69 ára 8.7%. Virðist þetta
vera svipuð tíðni og athuganir
mínar leiða í Ijós.
Ascher kemst að svipaðri nið-
urstöðu. Hann leitaði að gláku
meðal 1000 einstaklinga og fann
2.5% glákusjúklinga á aldrin-
um 41—60 ára, og 6.7% meðal
eldri en 60 ára.14 Goedbloed og
samverkamenn bans komast og
að svipaðri niðurstöðu.11
Sjónsviðsskerðing.
í þessum kafla verður rætt
um flokkun glákusjúklinga eftir
sjónsviðsskerðingu og farið eftir
flokkun, sem um er getið í kafl-
anum um sjónsviðsmælingu hér
að framan.
Starfshæfni sjóntaugarinnar
er hezt ákvörðuð með sjónsviðs-
mælingu. Nákvæm sjónsviðs-
mæling segir til um, hvort
skenund er komin i augað eða
ekki og liversu skemmdin er út-
breidd, fcf um hana er að ræða.