Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ
151
gangur rannsóknarinnar var
skýrður. Á eyðublaði því, sem
sent var út, var gert ráð fyrir,
að levst yrði úr eftirfarandi
spurningum:
1) Aldur, hvenær kandídat,
lijúskaparstétt og barna-
fjöldi, ásamt upplýsingum
um þjóðerni og sérmenntun
eiginkonu.
2) Upplýsingar um grein sér-
náms, við hvaða stofnanir
og live lengi; menntun í
aukagreinum.
3) Framtiðaráform læknisins;
livort hann livgðist setjast að
á Islandi eða eigi, og hvaða
starfshraut liann kysi sér:
sjúkrahúslæknir, praxís eða
héraðslæknir.
62 svör höfðu horizt 31. ágúst.
Meðal þeirra, sem hafa ekki
svarað, vitum við nú örugglega
um 13 lækna, sem telja má, að
setzt hafi að erlendis fyrir fullt
og allt, en einn læknir hefur
flutzt til íslands á þeim fjórum
mánuðum, sem liðnir eru frá
því, er eyðublaðið var sent út.
Yiðhöfum sent ítrekun til þeirra
lækna, sem hafa ekki svarað,
en teljum okkur samt skylt að
hirta nú bráðabirgðaskýrslu um
þær niðurstöður, er fyrir liggja.
TAFLA I.
Læknarnir skiptast þannig
eftir aðseturslöndum:
(Fremri dálkur: útsend hréf.
Aftari dálkur: endursend svör.)
Bandar. og Kanada*) 24 13
Svíþjóð ............. 56 34
Danmörk ............. 19 8
Stóra-Bretland...... 3 2
Þýzkaland............. 3 2
Noregur............... 2 1
Irland ............... 1 1
Israel................ 1 1
Abyssinia............. 1 0
TAFLA II.
Persónulegar upplýsingar
þeirra, er svara:
Ivvæntir .................. 57
Ökvæntir ................... 5
Isl. eiginkona ............ 50
Erl. eiginkona.............. 7
Eiginkona með
sérmenntun**) ......... 15
Meðalfjöldi harna........ 2.4
TAFLA III.
Aldursskipting þeirra, er svara:
< 30 30-35 36-40 41 >
5 37 10 10
TAFLA IV.
Áform:
a) Vill setjast að á íslandi:
Já Nei Veit ekki
48 6 8
*) Tveir læknar.
**) Átta hjúkrunarkonur, tveir
kennarar, ein ljósmóðir, einn tann-
læknir, einn læknir, einn arki-
tekt(?).