Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 74
142
LÆKNABLAÐIÐ
þessa dropaupplausn af liríða-
lyfinu einn dag, eða venjulega
uni 6—7 klukkustundir, hefur
hún oft valdið breytingu á leg-
hálsinum, meiri eða minni þynn-
ingu og smávegis opnun. Getur
léttasótt þess vegna haldið
áfram, þegar konan hefur feng-
ið góða hvíld. Annars er sami
skammtur endurtekinn í 2—3
daga. Ef ekki eru því alvarlegri
ástæður til þess að koma af
stað fæðingu, getur komið til
greina að liætta alveg við frek-
ari tilraunir og láta konuna fara
lieim og bíða þess, sem verða
vill, því að fáar eru þær fæð-
ingar, sem dragast yfir eðlileg-
an meðgöngutíma.
Annað veifið kemur það fvrir,
að fæðingarhríðir byrja ekki,
þó að i)úið sé að rifa gat á belgi
og legvatn renni og eins, þó að
haldið sé áfram að gefa hriða-
lyf. Þá vaknar enn gamla spurn-
ingin: Hvað á að gera? Eins og
áður var sagt, er nú komið al-
varlegt ástand í fæðinguna, þvi
að smithættan er mikil, og
stundum er jafnvel komin smá-
vegis hitahækkun hjá konunni.
Það er áhætta, sem fylgir þeim
sjúkdómi móðurinnar, er var
áslæðan til þess að framkalla
fæðinguna, og verður þá e.t.v.
að bæta við þeirri áhættu, að
gera keisaraskurð.
Hins vegar eru svo þau til-
felli, þar sem aðeins er verið
að reyna að framkalla fæðingu
til þess að stytta meðgöngutim-
ann, eða jafnvel til þess að fæð-
ingin komi á þægilegum tíma
fyrir lækninn. Hætturnar, sem
þessu fvlgja, eru þá sjálfskap-
aðar, og verður erfitt að verja
þær frá sjónarmiði læknisfræð-
innar. Á ensku hefur þetta verið
nefnt „elective induction of la-
bour“.
Læknarnir Niswander og Pat-
terson liafa nýlega sagt frá ár-
angri við að framkalla fæðingu
hjá 2862 konum á Buffalo Gen-
eral Hospital og á Buffalo
Childrens’ Hospital á árunum
1955 til 1959. Barnadauðinn var
35 — eða 1.2%. Af þeim voru
15 fyrirburðir og/eða sjúkdóm-
ar í öndunarfærum (Ilvalin
membrane disease). í ellefu til-
fellum var framfallinn nafla-
strengur, eða 0.38%. Níu af
þeim hörnum var náð með keis-
araskurði og tveimur með tang-
artaki. Tvö af hörnunum dóu.
Talið er, að framfall á nafla-
streng komi fyrir i 0.195% af
fæðingum, sem fara af stað
sjálfkrafa, og eru þar með tald-
ar fæðingar á fyrirburðum, silj-
andastöður og óreglulegar liöf-
uðstöður, en þær ástæður eiga
ekki að koma til greina við þess-
ar fæðingar, sem allar eiga að
vera valdar, án þess að nokkuð
sé óeðlilegt, sem gefið hefur til-
efni til þess að framkalla fæð-
inguna. Sýnir þetta, að framfall
á naflastreng kemur meira en
tvisvar sinnum oftar fyrir, ef
farið er að fikta við að taka