Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 48
120
LÆKNABLAÐIÐ
Júlíus Sigurjónsson:
MANNDAUÐI AF VÖLDUM HJARTA-
SJÚKDÓMA.
Mjög er haft á orði, að dauös-
föllum af völdum kölkunar-
og lirörnunarsjúkdóma lijarta
(morbi ischaemici cordis) hafi
fjölgað stórlega liér á landi á
síðustu áratugum, jafnvel svo,
að tíðni þeirra hafi margfaldazt.
Munu og fæstir efa,að um aukn-
ingu hafi verið að ræða, a.m.k.
meðal karla, miðaldra og yngri,
og meiri en svarar til aukins
mannfjölda.
Af dánarskýrslum fram til
1951 liggur þó ekki ljóst fyrir,
live há dánartala þessa flokks
hjartasjúkdóma hefur verið á
hverjum tíma. Því veklur eink-
um, að flokkunarskrár og reglur
voru þá ekki eins glöggar og
siðar varð; enn fremur, að þeg-
ar um hjartasjúkdóma var að
ræða, mun oft ekki hafa verið
greint fvllilega á dánarskrá eða
vottorði, livers kyns hann var,
heldur t. d. látið nægja að rita:
„morhus cordis“.
1 fyrstu banameinaskránni,
sem flokkað var eftir frá 1911
til 1940, er kaflinn um lijarta-
sjúkdóma þannig:
89. Hjartabólga Endocardilis
acuta
90. Gollursbólga Pericarditis
91. Hjartaþemba Hypertro-
phia et dilatio cordis
92. Iljartabilun Vitium cor-
dis
a) Hjartagalli (lokugalli)
Morbus cordis
Ij) Meðfædd hjartabilun,
blásýki Vitium cordis
congenitum Morbus
coeruleus
93. a) Hjartarýrnun Degene-
ratio cordis Myocardi-
tis
b) Fituhjarta Cor adipo-
sum
94. Iljartakveisa Angina pec-
toris
Svo koma sjúkdómar í æð-
um, og er þar fvrst:
95. Sjúkdómar í lífæðunum
(útæðum, slagæðum)
a) Æðasigg Arterioscle-
rosis
Svo mætti e.t.v. virðast, að
ætlazt hafi verið til, að einungis
lokugallar (og meðfæddir
lijartagallar annars konar)
væru taldir í lið 92, og að kölk-
unar- og hrörnunarsjúkdóma
væri þá aðeins að finna í 93.—
94. lið og jafnvel að nokkru í