Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ
155
Blóðmynd og mergmynd.
Ellipsulaga eða egglaga rauð
blóðkorn eru oftasl um eða yfir
90% af safni rauðu blóðkorn-
anna. Reticulocytar eru eðlilegir
að útliti, svo og frumur, sem
eru nýkomnar af því stigi.
Mergmynd sýnir eðlilegan
frumufjölda eða aukinn eftir at-
vikum, allt eftir því, hvort nið-
urbrot á rauðum blóðkornum
er aukið eða ekki. Normoljlastar
eru eðlilegir útlits.
Greining.
Með rannsókn á blóðútstroki,
ólituðu sem lituðu, er oftast
vandalitið að greina arfgenga
elliptocytosis fyrir þann, sem
þekkir fyrirbrigðið. Vindillaga
rauð blóðkorn upp í 15—20% af
frumusafninu koma fram i sam-
bandi við ýmiss konar blóðleysi,
oftast járnskortsblóðleysi. Enn
fremur verður oft allmikil ova-
locytosis í sambandi við B 12
skort og folinsýruskort. Við
meðferð verður blóðmynd eðli-
leg.
Blóðmynd arfgengra ellip-
tocytosis breytist hins vegar
ekki eða óverulega eftir með-
ferð með blóðleysislyfjum.
Börn, sem erft bafa ellip-
locytosis, geta liaft eðlilega
blóðmynd á fyrstu 3—4 mánuð-
um ævinnar. Slcal því frestað að
rannsaka blóðmynd þeirra með
tilliti til elliptocytosis, þangað
til þau eru 6—12 mánaða
gömul.
Rannsókn á blóðmynd nán-
asta skyldfólks rekur smiðs-
liöggið á greininguna og færir
sönnur á arfgengi þessarar sér-
kennilegu blóðmyndar.
Orsakir.
Orsakir þessara arfgengu blóð-
breytinga liefur ekki tekizt að
skýi’a fram til þessa.
Meðferð.
Blóðgjöf, splenectomia, sé
meðferðar þörf.
Til frekari fróðleiks um þetla
ástand vísast til rits Dacic: The
Hæmolvtic Anæmias.1
Efniviður og rannsóknar-
aðferðir.
Fram til þess tíma, er grein
þessi er skrifuð, liafa verið rann-
sakaðir um 170 einstaklingar
með lilliti lil elliptocytosis.
Meiri hluti þeirra eru systkini,
foreldrar, afkvæmi og makar
propositi, minni bluti ei-u fjar-
skyldari ættingjar. Flestir, sem
greindir liafa verið með ellipto-
cylosis, eru af sömu ætt.
Nolaðar liafa verið blóð-
meinarannsóknir, sem lýst er í
bók Dacies: Practical Hæmato-
logy,- nema annars sé get-
ið. Blóðútstrok liafa verið rann-
sökuð frá ofangreindum fjölda
og í stöku tilvikum einnig at-
huguð í vot blóðsýni. Fleiri at-
huganir hafa verið gerðar á
flestum þeim, sem greindir bafa
verið með elliptocytosis og
þeirra nánustu.