Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
105
jaðri sjónsviðsins. Hef ég notað
2/330 mm sjónmark með 7 ljós-
eininga birtu (7 food candle).
Sjónsviðsbreytingar þær, sem
lýst hefur verið, eru einkenn-
andi fyrir gláku. Breytingar
þessar eru mismunandi brað-
fara. Þegar þær eru byrjaðar
fyrir alvöru, er erfiðara að
stöðva sjúkdóminn. Er þá oftast
nauðsynlegt að grípa til aðgerð-
ar. Finnist gláka aftur á móti
á byrjunarstigi, eða áður en
nokkur veruleg skerðing er
byrjuð á sjónsviði, eru horfurn-
ar mun betri, og nægir þá
venjulega lyfjameðferð.
Traquair hefur bent á, að
nokkur ár geta liðið frá því, að
sjúkdómurinn byrjar, þangað til
breytingar á sjónsviði koma
fram (preperimetric stage).7
Leyliecker hefur sýnt fram á,
að nokkur ár geta liðið frá því,
að sjúkleg augnspenna befst og
til þess tíma, er ganga fer á
sjónsvið, og að gláka með mjög
skertu sjónsviði sé lokastig
sjúkdóms, sem byrjaði um ára-
tug áður.2
Við athuganir mínar Iief ég
flokkað gláku samkvæmt sjón-
sviðsbreytingum, því að ég tel
þær beztan mælikvarða á
ástandi augans við gláku. Sjón-
skerpan gefur litla hugmynd,
a.m.k. í fyrstu, um gang sjúk-
dómsins, og spennuaukningin
ein segir ekki til um, hversu
skemmdin í auganu er mikil.
Hef ég flokkað gláku á eftir-
farandi hátt:
1. stig. Byrjunarstig. Óskert
sjónsvið eða aðeins
stækkaður „blindur
blettur“.
2. — Bjerrum scotoma, og
skerðing allt að útjaðri
nefmegin.
3. — Greinilegt Bönne-nef-
þrep og farið að ganga
almennt á litjaðra.
4. — Skörp sjón horfin eða
því sem næst; aðeins
ejTja eftirí útjaðri sjón-
sviðs eða sjón alveg
þurrkuð út. Lokastig.
GREINING GLÁKU.
Þegar gerð er gagnger leit að
gláku í vissum aldursflokkum
eða meðal ákveðins bóps
manna, er bagkvæmt að skipa
leitinni í tvo þætti. í fyrri þætti
lcitarinnar eru hinir sjúku og
grunsamlegu skildir frá hinum
beilbrigðu. í þeim síðari eru hin-
ir grunsamlegu og sjúku rann-
sakaðir af nákvænmi, gengið úr
skugga um, hverjir eru raun-
verulega sjúkir og hversu sjúk-
dómurinn er kominn langt á-
leiðis.
Fyrri þáttur greiningarinnar
er ætlaður bvaða lækni, sem við
heilsugæzlu fæst, og þá einkum
héraðslæknum og augnlæknum,
en liinn síðari augnlæknum ein-
göngu.
Verða nú talin upp helztu at-
riðin við greiningu gláku.