Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
109
Nýr Schiöts-augnspennumæl-
ir var notaður, sem fenginn var
frá Weiss & Son í London,
kvarðaður samkvæmt töflum
Friedenwalds frá 1955.
Fyrir mælinguna voru augun
devfð með oculoguttae corne-
cain 1% eða oculoguttae tetra-
cain 0.5% og spennumælirinn
lireinsaður með eter eftir hverja
notkun.
Mæling var gerð með 5.5 gr
lóðinu á spennumælinum, en
þar sem um of háa augnspennu
var að ræða, var 7.5 gr lóðið
lika notað. Grunsamlegu
spennumörkin voru sett við
3.5/5.5 (22.4 mm Hg.). Voru
allir með þessa spennu eða
hærri settir sér í flokk og rann-
sakaðir betur með tilliti til
gláku, eða það sem ég kalla
annan þátt glákugreiningar. Var
sérstök áherzla lögð á flokkana
með 3.0/5.5 og 3.S/5.5 spennu,
hvað greiningu snertir. Spennan
meðal hinna siðarnefndu var
mæld a.m.k. þrisvar sinnum,
hæði fyrri og síðari liluta dags,
nákvæm sjónsviðspróf gerð og
prófað, hvort um frárennslis-
hindrun væri að ræða. Þeir, sem
voru með spennuna 3.5/5.S og
höfðu ekki frárennslishindrun
né neina skerðingu á sjón-
sviði, voru ekki taldir liafa
gláku, en þeim ráðlagt að gang-
ast undir nánari rannsókn eigi
síðar en að ári liðnu.
Við þessar athuganir voru
þeir ekki skráðir, sem gláka
hafði verið greind hjá áður,
hvort heldur var lijá mér eða
öðrum augnlæknum.
Normal augnspenna meðal
íslendinga.
Af 1700 körlum og konum,
50 ára og eldri, reyndust 1019
(samtals 3238 augu) liafa „nor-
mal“ augnspennu.
Eins og að framan gelur, er
algengasta augnspenna meðal
heilbrigðra sögð vera 15—20
mm Hg. Kemur það vel heim
við mínar athuganir, er tæplega
90% mældust innan þessara
marka, en meðal flestra hinna
reyndist spennan aðeins lægri,
og örfáir höfðu hærri spennu
(2. tafla).
Meðaltal augnspennu fyrir
heildina reyndist mér vera 15.88
mm Hg„ mælda eins og fyrr
segir með kvörðuðum augn-
spennumæli af Schiöls-gerð.
Sugar segir meðalspennu senni-
lega um 17 mm Hg., mælda með
sams konar mæli og með sömu
kvörðun.7 Becker og Schaffer
telja hana 16.1 mm Hg.4 Leyd-
liecker og samverkamenn hans,
sem mældu augnspennu meðal
10.000 heilbrigðra einstaldinga
á aldrinum 6—72 ára, fengu
meðalspennu 15.5 mm Ilg.10
Goedbloed og samverkamenn,
sem mældu augnspennu meðal
13.354 sjúklinga í Hollandi á
aldrinum 20—89 ára, fundu um
16 mm Hg. meðalspennu.11
Við athuganir mínar reyndist