Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
135
r\'
að mörgum barnslífum og forð-
að margri konunni frá meiri
liáttar skemmdum við tangar-
fæðingu.“
Ef hálf eining af pituitrini
reyndist ekki nægilegur skammt-
ur, var hækkað upp í lieila ein-
ingu, en var þó seinna meir
lækkað aftur niður í hálfa ein-
ingu. Gefnar voru allt frá einni
upp í 35 inndælingar. Að meðal-
tali þurfti þó ekki nema þrjár
til fjórar inndælingar til þess að
koma áfram fæðingu, sem þann-
ig liafði stöðvazt vegna hríða-
leysis. Þetta var oftast revnt á
fyrsta stigi fæðingar, og' við nán-
ari athugun á þessum tilfellum
á Jolins Hopkins sjúkrahúsinu
kom i ljós, að í þessum hópi
voru þrisvar sinnum fleiri „prí-
vat“ fæðingar, með öðrum orð-
um, þegar læknir er of nærri
fæðingunni, freistast hann
gjarnan til að grípa inn i gang
fæðingarinnar að óþörfu.
Þegar til þess kemur að vita,
hvenær á að gefa þetta hættu-
lega lvf, verður sérhver læknir
að gera sér grein fyrir því,
hvernig ástand konunnar er og
hvernig sóttin er, vegna þess
að mikilvægast og erfiðast í
hverri fæðingu er að greina,
hvenær um er að ræða sóttleysi
og hvenær aðeins langdregna
fæðingu, því að það er sitt livað.
Eastman skilgreinir sóttleysi
(inertia uteri) með þessum orð-
um: Á fyrsta stigi kemur slen
í hriðirnar, eftir að eðlileg sótt
er bvrjuð, og það svo mikið, að
engin framvinda er greinanleg
i fæðingunni sex til átta klukku-
stundir, og í öðru lagi er hægt
að þrýsta fingrinum inn í leg-
vegginn, j)egar hríðin stendur
sem hæst. Á öðru stigi fæðing-
ar eru liríðirnar svo aðgerða-
litlar, að höfuðið hvorki snýst
né miðar áfram niður fæðingar-
veginn á tveggja klukkustunda
tímahili og enginn spenningur
er i legveggnum, j)egar hríðir
standa liæst. Hann greinir
ákveðið milli j)ess, sem kallað
er sóttleysi og langdregin fæð-
ing, vegna j)ess að langdregin
fæðing getur verið fuilkomlega
eðlileg lífeðlisfræðilega séð, ef
fæðingunni miðar alltaf áfram,
enda þótt hún sé liægfara. Sótt-
levsi er hins vegar langvarandi
stöðvun í fæðingu með áfram-
haldandi linum samdráttum.
Þegar sóltleysi kemur eftir
góða sólt í byrjun (secunder in-
ertia), vegna þreytu konunnar,
er almennt viðurkennd sú með-
ferð að gefa konunni nægilega
vökvun í æðar og sykur (glu-
cosu) til næringar og síðan mor-
fíninndælingu. Þá sofnar konan
jafnan, og venjulega kemur aft-
ur góð sótt eftir sex til átta
ldukkustundir. Fyrir kemur j)ó,
að sóttin komi fullfljótt aftur,
og getur þannig raknað úr fæð-
ingunni og barnið fæðzt svo
fljótt, að enn sé öndunarmið-
stöð þess lömuð af morfininu.
Þess vegna er oft vandi að