Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: MAGNÚS
ÓLAFSSON (L. í.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.)
48. árg. Reykjavík 1964. 3. hefti. '
Guðmundur Björnsson:
GREINING GLÁKU Á BYRJUNARSTIGI
Inngangur.
Síðasta áratuginn hefur mikið
verið rætt og ritað um greiningu
gláku á byrjunarstigi og ]iá
nauðsvn að uppgötva sjúkdóm-
inn, áður en hann liefur unnið
varanlegt tjón á augum og skert
sjón. Hóprannsóknir liafa verið
gerðar hæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum og með þeim verið
sýnt fram á og sannað, að hægt
er að finna sjúkdóminn, áður
en einkenni koma í ljós eða áð-
ur en nokkur sjónslterðing er
hyrjuð af völdum lians.
Óðum f jölgar fólki í eldri ald-
ursflokkunum, og er gláka því
aðverða meira ]>jóðfélagsvanda-
mál en verið hefur. Meðal
margra þjóða er blinda af völd-
um gláku um 15% af öllum
blindum, en hér á landi mun
meiri, eða um 60% árið 1950,
er athuganir voru gerðar á
hlindu fólki hér á landi.1 Auk
hinna blindu eru þeir ótaldir,
sem misst hafa meiri eða minni
sjón af völdum sjúkdómsins og
starfsgeta þeirra skerzt af þeim
sökum. Glaucoma simplex er
lævís sjúkdömur, sem veldur
blindu, ef ekkert er að gert.
Leit að gláku er einn liður í al-
mennri heilsugæzlu og ekki sá
sízti.
Eins og flestir, sem fengizt
Iiafa við augnlækningar um ára-
hil, hef ég lengi haft grun um,
að glákusjúkdómurinn finnist
liér of seint, oft ekki fyrr en
farið er að ganga verulega á
sjónsvið og skennnd komin i
augun og stundum jafnvel ekki
fyrr en á lokastigi. Það er eink-
um tvénnt, sem þvi veldur. 1
fvrsta lagi, að sjúkdómurinn er
nær einkennalaus á byrjunar-
stiginu, og í öðru lagi, að ekki
fer fram skipulagsbundin leit
að sjúkdómnum.