Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 56
128
LÆKNABLAÐIÐ
Pétur H. J. Jakobsson:
LÉTTASÓTT OG SÓTTLEYSI
Alltaf er fróðlegt að lesa sögu
læknisfræðinnar, og einkum
þegar kemur fram á nítjándu
öld. Þá fer heldur að draga úr
þekkingarleysi og fáfræði, því
að læknavisindin fara betur að
gela greint sjúkdómana, þekkja
einkenni þeirra og orsakir og
um leið smám saman að þreifa
sig áfram um meðferð þeirra
með ákveðnum og viðeigandi
lyfjum. Raunhæf lyf eru þó
Iiarla fá, og einkum eru þau fá,
þegar athugað er, livað liægt var
þá að gera fyrir konur með
léttasótt. Menn skyldu halda, að
mannsandinn liefði snemma
byrjað að liugsa um og finna
leiðir til þess að létta konunni
fæðinguna, þetta eðlilegasta
hlutverk hennar og þennan
óhjákvæmilega lið í viðhaldi
mannkynsins, og þar hefði
mannsandinn fyrr unnið glæsi-
legri verk en raun her vitni.
Þeir örðugleikar og þær hætt-
ur, sem móðirin hefur átt i um
aldaraðir, eru meðþví erfiðasta í
sögu læknisfræðinnar, enda hef-
ur læknisfræðin þar átt einna
mest við að glíma fáfræði og
vankunnáttu, hindurvitni og
Iijátrú. Enda þótt við séum nú
komin á töluvert hærra stig í
því sambandi, má enn sjá þess
glögg merki, alls staðar þar sem
hægt er að komast í kvnni við
frumstæð þjóðfélög. Þar eru
fæðingarnar eill af því furðu-
legasta, sem unnt er að fá vitn-
eskju um, og það, sem erfiðast
er að fá nokkuð að vita um.
Sennilega er kukl í læknisfræð-
inni óvíða eins árangursríkt og
þar, vegna þess hve eðlið er
margbreytilegl í sambandi við
fæðinguna og duttlungarnir
miklir og aðstæður ólíkar.
í ríki náttúrunnar er það víða,
að kvendýrið hverfur og lætur
engan um sig vita, þegar fæð-
ing er að nálgast. Meðal frum-
stæðra þjóða er fjölgunarstarf-
semin það, sem aðkomandi
ferðalangur, trúboðinn eða nátt-
úrufræðingurinn, fær seinast
vitneskju um, enda er minnst
vitað um þetta atriði hjá frum-
stæðum þjóðfélögum.
Enski læknirinn Grantly Dick
Iiead, sem einna fyrst hefur
reynt að æfa konurnar andlega
og líkamlega til þess að stand-
ast fæðinguna sem eðlilegast,
reisti kenningu sína á því, að
andlega og líkamlega hraustar
konur fæddu eðlilega, og þess
vegna væri fyrst og fremst að