Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 42

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 42
08 LÆKNABLAÐIÐ L.í. við tillögu Sjúkrahúsmála- nefndar L.R., sem samþykkt hafði verið á aðalfundi L.R. h. 10/3 1965. Til máls tóku Ósk- ar Þórðarson, Páll Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Gunnlaugur Snædal og Jón Þorsteinsson. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað til næsta dags. Þá vai- tekin fyrir tillaga nr. 4 frá L.R. um könnun á fyrir- komulagi læknastöðva. Til máls tóku um þessa tillögu Jón Þor- steinsson, Óskar Þórðarson og Gunnlaugur Snædal. Þá var tekin fyrir skýrsla Lf. Vestfjarða. Ragnar Asgeirsson fylgdi skýrslunni úr hlaði og útskýrði samþykktir, sem gerð- ar höfðu verið á aðalfundi Lf. Vestfjarða. Þá voru teknar fyrir tillögur frá Lf. Miðvesturlands. Þórður Oddsson fylgdi þeim tillögum úr hlaði og útskýrði. Fundi var síðan frestað til næsta dags. Framhaldsfundur á sama stað 25. júní kl. 9.00 f. h. Fundarstjóri setti fundinn og fól kjörbréfanefnd athugun á kjörbréfum Guðmundar Karls Péturssonar, sem fulltrúa Lf. Akureyrar, og Hauks Magnús- sonar, sem fulltrúa Lf. Austur- lands. Kjörbréf þeirra voru samþykkt athugasemdalaust. Þá var lesin fundargerð síð- asta aðalfundar Lf. Austur- lands. Tillögur frá deginum áð- ur voru síðan teknar til af- greiðslu. Fyrst var tekin fyrir eftirfarandi tillaga frá L.R.: „Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík dagana 24. og 25. júní 1965, samþýkkir að koma á fót almennum lífeyrissjóði lækna og felur stjórninni að ráða tryggingafræðing til að semja reglugerð fyrir sjóðinn.“ Formaður taldi, að þetta væri eðlilegur liður í starfi nefndar, sem fjallaði um tryggingamál lækna almennt, og var tillagan í upjjhaflegu formi þvídregin til haka. Jón Þorsteinsson áleit rélt, að nefnd, sem starfað hefði að þessum málum á vegum L.Í., tæki þetta að sér, en vildi halda fyrri hluta tillögunnar umstofn- un almenns tryggingasjóðs. Páll Sigurðssön bar fram eft- irfarandi tillögu varðandi þella mál: „Aðalfundur L. í., haldinn í Reykjavík 24. til 26. júní 1965, felur stjórn L.í. og trygginga- málanefnd þeirri, er kosin vará siðasta aðalfundi, að vinna áfram að athugun á ti'ygginga- málum lækna á grundvelli þeirra athugana, er nú liggja fyrir. Jafnframt er sömu aðilum falið að kanna sérstaklega möguleika á stofnun almenns lífeyrissjóðs lækna og hreytingu á þeim sjóðum, er fyrir eru, í samræmi við ])að. Aðilum er heimilt að ráða tryggingafræðing til að vinna að þessum málum.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.