Læknablaðið - 01.12.1965, Page 46
72
LÆKNABLAÐIÐ
12. júní 1965, skorar hér með
á stjórn L.I., að liún beiti sér
fyrir því við ríkisstjórnina, að
læknar fái eftirgjöf á tollum
innfluttra bifreiða til jafns við
atvinnubifreiðastjóra.”
Þessi tillaga var send stjórn
L.l. til atbugunar.
Arinbjörn Kolbeinsson bar þá
fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur L.I., 24. og 25.
júní 1965, felur stjórn félags-
ins að vinna að því, að hið opin-
bera sjái öllum liéraðslæknum
fyrir staðgöngumönnum i frí-
um þeirra og forl'öllum.“
Tillagan var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Þá var tekið til umræðu ár-
gjald til L.í. og hvernig því
yrði skipt.
Ólafur Björnsson, gjaldkeri
félagsins, gerði að tillögu sinni,
að árgjaldið yrði 3000 kr. og af
því yrði greitt allt að 1200 kr.
til Domus Medica, 400 kr. til
Læknablaðsins og 200 kr. í
Ekknasjóð.
Tillaga Ólafs var studd af
eftirtöldum læknum, sem til
máls tóku: Gunnlaugi Snædal,
Ólafi Bjarnasyni, Guðmundi
Ivarli Péturssyni og Jóni Þor-
steinssyni. Jón taldi þó, að ár-
gjaldið þyrfti að vera bærra.
Tillaga Ölafs Björnssonar um
3000 kr. árgjald var samþykkt
með öllum greiddum atkvæð-
um. Einnig var samþvkkt sam-
bljóða að greiða allt að 1200
kr. til Domus Medica og 400
kr. til Læknablaðsins.
Fundi var því næst frestað
til laugardagsmorguns, 26. júní.
Fundur var settur að nýju
laugardagsmorgun 26. júní, og
fyrsta mál á dagskrá var val
félagsmerkis.
Formaður, Óskar Þórðarson,
lýsti gangi málsins og skýrði
tillögur, sem fram böfðu komið
í sambandi við auglýsta sam-
keppni um tillögur að merki
fyrir L.í. Aðrir, sem til máls
tóku, voru Ásmundur Breklc-
an, Gunnlaugur Snædal og Ólaf-
ur Björnsson. Að loknum um-
ræðum var samþvkkt með öll-
um greiddum atkvæðum: „Að
fela stjórninni að taka endan-
lega ákvörðun í málinu í sam-
bandi við þær þrjár tillögur eft-
ir Torfa Jónsson, sem sýndar
böfðu verið á fundinum.“
Mál frá Læknaþingi:
Kristinn Stefánsson liafði
borið fram óformlega tillögu
um, að stjórn L.l. fengi laun
fyrir störf sín. Gunnlaugur
Snædal tók til máls um þessa
tillögu og taldi ekki þörf á að
greiða stjórninni laun, ef skipu-
lögð væri aðstoð sérfræðinga
benni til aðstoðar. Ólafur
Bjarnason lýsti sig sammála
Gunnlaugi Snædal í þessu máli.
Tillaga kom fram um að
fresta málinu til næsta fundar
og var það samþvkkt með sam-
ldjóða atkvæðum.
Þá var lekið fyrir uppkast að