Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 58

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 58
80 LÆKNABLAÐIÐ Hörður Þorleifsson var hinn 30. sept. 1965 viðurkenndur sérfræð- ingur í augnlækningum. Hann er fæddur í Reykjavík 28. maí 1928, stúdent frá M.R. 1948, cand. med. vorið 1954. Hann var námskandí- dat á Landspítalanum, en síðan staðgöngumaður héraðslæknisins í Hvammstangahéraði í átta mán- uði. Almennt lækningaleyfi fékk hann 26. febr. 1956; skipaður hér- aðslæknir í Hvammstangahéraði 1. marz 1956 og gegndi því starfi í fimm ár. Sérnám í augnlækn- ingum í London í sex mánuði, Uppsölum í 2V2 ár, Umeá í sex mánuði (taugalækningar) og á Borgarspítalanum í Reykjavík í átta mánuði. (lyflækningar). Sér- fræðiritgerð: Red Filter Treat- ment of Eccentric Fixation. Hörð- ur hefur opnað lækningastofu í Rvík. * ísleifur Halldórsson hefur verið skipaður héraðslæknir í Hvolshér- aði frá 1. sept. 1965, og Guðsteinn Þengilsson hefur verið skipaður héraðslæknir í Suðureyrarhéraði frá 1. okt. 1965. * Settir héraðslæknar. í Bakkagerðishéraði: Haukur S. Magnússon, héraðslæknir í Aust- ur-Egilsstaðahéraði, frá 1. apríl 1965, ásamt sínu eigin héraði, og Þorsteinn S. Sigurðsson, héraðs- læknir í Norður-Egilsstaðahéraði, frá 1. nóv. 1965, ásamt sínu eigin héraði. í Þingeyrarhéraði: Aðalsteinn Pétursson, héraðslæknir í Flateyr- arhéraði, frá 1. apríl 1965, á.samt sínu eigin héraði, og Bragi Guð- mundsson cand. med. frá 1. júlí 1965 til 31. maí 1966. í Súðavikurhéraði: Ásgeir Jóns- son stud. med. frá 1. júní 1965 og Valdemar Hansen cand. med. frá 25. ágúst 1965 til 30. sept. 1965. í Neshéraði: Eyjólfur Þ. Har- aldsson stud. med. frá 1. til 30. júní 1965 og Þórir Arinbjarnarson cand. med. frá 1. júlí 1965. í Vopnafjarðarhéraði: Magnús Lyngdal Stefánsson cand. med. frá 16. okt. 1965. í Hvammstangahéraði: Helgi Þ. Valdimarsson cand. med. frá 7. okt. 1965 til 30. sept. 1966. * Þorgeir Gestsson, héraðslæknir í Hvolshéraði, hefur fengið lausn frá embætti frá 31. ágúst 1965. Hann hefur opnað lækningastofu í Reykjavík.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.