Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 59

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 81 Greinarhöfundur er skurölœknir á handlækningadeild Landspítalans. Hann kynnti sér slysaskuröiœkning- Hannes Finnbogason: ar í Bretlandi á þessu ári. AÐGERÐIR VIÐ LIÐAGIKT í HÖNDUM.* Rheumatoid arthritis hefur allt fram á hin síðari ár nær eingöngu verið læknaður með lyfjum. Eftir síðustu heims- styrjöld fóru skurðlæknar í vax- andi mæli að fást við bæklað- ar hendur eftir slysfarir stríðs- ins. Eftir því sem reynslan jókst á þessu sviði skurðlækninga, fóru menn einnig að lagfæra hæklaðar hendur eftir liðagikt. Smám saman varð mönnum ljóst, að oft er hægt að koma í veg fyrir þessa bæklun og firra liðagiktarsjúklinga miklum og langvinnum óþægindum með því að gera aðgerðir, áður en liðagiktin hefur náð að eyði- leggja liðina. Tilgangur þessa erindis er að vekja athygli á þessum tiltölu- lega nýju möguleikum í með- ferð liðagiktar í höndum. Það skal þó í upphafi taka fram, að aðgerðir við liðagikt koma ekki í staðinn fyrir lyfja- meðferð, heldur auka mögu- leikann til þess að lækna þenn- an algenga sjúkdóm og byggist * Erindi ílutt í Læknafélaginu Eir 26. okt. 1965. því á samstarfi lyflækna og skurðlækna. Liðagiktin er fyrst og fremst bólga í þeli (synovia), himnu þeirri, sem klæðir liðpokann að innan og heinið innan liðpok- ans að hrjóskröndinni. Þelið klæðir einnig sinaskeiðar að innan. Það er sí-rakt og liált, vegna þess að teningsfrumur þess framleiða slím (mucin), sem er protein-polysaccharid komplex, en liðvökvinn er dia- lysat úr hlóðvökva með þessu slími bættu út í. Liðagikt hyrjar með hólgu i þeli. Smám sanian myndast frá þelinu granulations-vefur, kall- aður pannus. Vefur þessi fyllir hrátt Iiði og sinaskeiðar og veld- ur skemmdum á liðbrjóski og sinum. Bólgan verður jafnframt umhverfis liðinn. Eyðing lið- hrjósks, þykknaður liðpoki og hindraðar hreyfingar sina leggj- ast síðan á eitt með að full- komna hæklun liðagiktar. AðaluiJjnstaðan í kírurgískri meðferð á liðagikt er að nema hurtu þetta sýkta þel, sem er ekki lengur sú hin sama hjálp-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.