Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 62

Læknablaðið - 01.12.1965, Side 62
84 LÆKNABLAÐIÐ eyðist, skemmist sinabreiðan fljótlega handarbaksmegin á liðnum, svo að ógerlegt er úr að bæta. Ber því að gera syno- viectomiu fljótt á þessum lið- um, eigi árangurs að vænta. Aðgerðir á síðari stigum liðagiktar. Liðagiktin er ekki einungis sjúkdómur í liðum. Hún herj- ar einnig á sinaslíður og sinar. Þar eð sinar eru miklu sterk- ari en liðbrjósk, verða skemmd- irnar ekki eins hraðar þar. Smám saman eyðast sinarnar samt og geta slitnað. Oftast slitnar sinin á extensor pollicis longus, þar sem hún fer á ská yfir úlnliðinn. Afleiðingin verð- ur krepptur þumalfingur. Langvinn bólga í sinaslíðrum beygivöðva leiðir til tendova- ginitis slenosans eða „trigger finger“. Enn fremur getur sinin á flexor sublimis slitnað, þar sem hún klofnar, áður en liún festist lófamegin á miðkjúku. Afleiðing þess verður svanaháls- aflögun vegna röskunar á jafn- vægi á milli rétti- og beygi- vöðva. Þegar canalis carpi fyllist af rlieumatoid-vef (pannus), koma fram þrýstingseinkenni frá N. medianus með handardofa, verkjum og síðar rýrnun á M. interossei. Með þvi að kljúfa upp canalis carpi og hreinsa burtu pannus, losnar sjúklingurinn við óþæg- indin, sem þrýstingurinn á N. medianus veldur. Með því að kljúfa upp efstu hluta sinaskeiða í lófanum má losa sjúklinginn við óþægind- in, sem „trigger finger“ veldur. Sinina fx-á extensor indicis proprius nxá fæi'a til og skeyta við slitna sin ext. pollicis lon- gus, svo að sjúklingurinn getur aflur rétt í fremri lið þumals. Mr. D. Savill í Edinborg er reyndar hættur þessum tilflutn- ingi sina sem fyrstu aðgei'ð. I stað þess lætur hann nægja að hreinsa burtu rheumatoid-vef- inn (pannus) kringum leifarn- ar af því, sem áður var sinin á extensor pollicis longus og æfir síðan með æfingarspelk- um. í þremur tilfellum af fjór- um fær hann fullan hreyfimátt á nokkrum mánuðum. í þeim tilfellum, sem sinin nær sér ekki, gerir hann þá sinatilflutn- ing. Er furða, hversu siniix nær sér á ný, þótt ekki séu eftir nema mjóir og að því er virð- ist gjörsamlega ónýtir þræðir af sininni. Ég sá hann beita þess- ari aðfei'ð á síðastliðnum veti’i og fannstþettafurðumikil Ixjart- sýni. Einn þessara sjúklinga sá ég þi-emur mánuðum síðar og gat sá sjúklingur þá rétt full- komlega í frenxsta lið þumals. Er þetta Ijóst dæmi þess, hversu skaðlegt sinuixx er nábýlið við þennan rheumatoidvef.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.