Læknablaðið - 01.12.1965, Side 64
86
LÆKNABLAÐIÐ
að gera ekki of mikið í einu.
En það er oft freistandi, þar
seni oflast er svo margt, sem
lagfæra þarf. Sjúklingurinn
verður því að koma oft til að-
gerðar. Yænlegast er því að
byrja á hinu auðvelda til þess
að sjúklingurinn öðlist trú á fyr-
irtækinu, einkum fyrir þá sök,
að álit almennings er það, að
fátt sé hægt að gera við liða-
gikt, og flestir sjúklinganna eru
fyrir löngu húnir að sætta sig
við orðinn hlut og reyndar hún-
ir að herða sig upp í kald-
hæðnislegt æðruleysi yfir þess-
um illu örlögum. Flestir iiða-
giktarsjúklingar eiga það sam-
eiginlegt, að þeir eru þakldátir,
þólt ekki sé nema lítið, sem
lagfært er.
HELZTU HEIMILDIR:
Backdahl, M. J. og Myrin, S. O.:
Acta chir. scand. 1961. 122, 158.
Flatt, A. E.: The Care of the Rheu-
matoid Hand (Mosby 1963).
Pulkki, T.: Acta rheum scand. 7,
85 (1961).
Vaughan-Jackson, O. J.: J. Bone Jt.
Surg. 44B, 764 (1962).
Vaughan-Jackson, O. J.: Postgrad.
Med. J. 1964.
SUMMARY IN ENGLISH:
Review of indications and me-
thods in the surgery of the rheu-
matoid hand. The importance of
early synoviectomy is particularly
stressed.