Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 71

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 93 ATHYGLISVERÐUR SAMNINGUR. Ungur læknir tók við hcraðs- læknisstörfum á Hvammstanga á siðastliðnu hausti. Hann tók við héraðinu af ungum og á- hugasömum kollega, sem um nokkurt árahil hefur markvisst unniðað því aðbætalæknisþjón- ustu í héraðinu og aðstæður all- ar á lækningastofu og sjúkra- húsi staðarins. Mun starf hans hafa verið vel melið af héraðs- húum og forráðamönnum sjúkrahússins og sýslunefndar- innar. Þessir aðilar hafa ])ess vegna haft skilning á því, hve mik- ilsvert er að sjá lækni fyrir sem beztri starfsaðstöðu og að- stoðarfólki, er gerður var samn- ingur milli stjórnar sjúkrahúss- ins og liins nýja héraðslæknis um aðstöðubætur við sjúkra- húsið. I samningi þessum skuld- bindur stjórn sjúkrahússins sig til þess að greiða aðstoðarlækni ríkislaun, allt að fimm mánuði ársins; cnn fremur taxtabundin gjöld fyrir aðgerðir á sjúkra- húsinu, er kosta yfir ákveðnu hámarki; sæmilega ríflega upp- liæð mánaðarlega til að launa með þau störf í þágu embættis- ins og sjúkrahússins, er ekki krefjast læknislegrar sérþekk- ingar, þ. e. aðstoðarstörf á stofu, ritstörf o. fl. Þá lætur sjúkrahússtjórnin aðstoðar- lækni í té húsnæði við vægu verði, og loks kaupir hún lil sjúkrahúss og lækningastofu ýmis nauðsynleg skrifstofu- áliöld, svo sem góða spjald- skrárskápa, diktafón, ritvél o.fl. Það, sem er athyglisverðast og skemmtilegast við þennan samning, sem ekki mun frek- ar rakinn hér, er, að öll ákvæði lians miða að því að bæta að- stöðu læknisins til starfa og þannig auka og bæta þjónustu hans við liéraðsbúa. Læknablaðið óskar samnings- aðilum til liamingju!

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.