Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
203
anfari bráðs dreps í hjartavöðvanum.30 Þeir rekja sjúkrasögu
tveggja karlmanna, sem báðir liöfðu haft hjartakveisu. Dó annar
þeirra i kasti, en hinn viku seinna, og hafði Dock greint kransæða-
stíflu á sínum sjúklingi lifandi. Voru báðir krufnir.
Arið 1910 lýstu tveir rússneskir læknar, Obratzov og Stras-
chenko, kransæðastíflu mjög rækilega, bæði klínískt og post
mortem.25 Þeir höfðu rannsakað þrjá karlmenn á aldrinum 49—57
ára og greindu sjúkdóminn á tveim þeirra lifandi, hafði einn þeirra
haft hjartakveisu í fimm mánuði. Mennirnir dóu 7, 9 og 15 dögum
eftir, að einkenni komu í ljós, og voru allir krufnir.
Sama árið birtist fyrsta ritgerð Bandaríkjamannsins Herrick’s
um sambandið milli kölkunar í kransæðum, hjartakveisu og krans-
æðastíflu. Á næstu árum gat hann fært rök fyrir því, að menn
gátu lifað af bráða stíflu í stórri kransæð og unnt væri að greina
á milli hjartakveisu og kransæðastíflu á lifandi fólki.°, 1G, 17, 40
Þessar athuganir voru allar birtar í þekktum tímaritum, en
þrátt fyrir það munu þær ekki hafa vakið mikla athygli, því að
fram yi'ir 1920 var gangur kransæðastíflunnar lílt þekktur, enda
varla von, að svo gæti orðið, fyrr en hjartarafritun varð nýtt á
spítölum.
Á næsta áratug gerðu bandaiáskir læknar átök, sem mörknðu
tímamót í klínískri læknisfræði, en þau hófust með rannsóknum
Herrick’s17 og Pardee’s29 á mikilvægi hjartarafritunar við grein-
ingu kransæðasjúkdóma. Þá kom að því, að greining kransæða-
stíflunnar var sett í fastar skorður, og hefur sá sjúkdómur síðan
verið greindur í vaxandi mæli, bæði klíniskt og post mortem, og
einkum síðastliðin 20—30 ár.
Kransæðakölkun (420—422) er nú tíðust dánarorsök karl-
manna á aldrinum 45—64 ára, Ijæði í Vestur-Evrópu og í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku,9, 39 en í þeim í'lokki sjúkdóma er krans-
æðastífla (420.1) langalgengust og um leið tíðust einstök dánar-
orsök í þessum aldursflokkum karlmanna.9 Um það er enginn
ágreiningur, að tíðni kransæðastíflu hefur farið vaxandi, en Iiitt
kemur til álita, hvernig þetta fyrirbæri verður skýrt. Spurningin
er sú, hvort sjúkdómurinn sé að magnast með vestrænum jjjóð-
um, hkt og farsótt, eða hvort bann verði tíðar greindur nú en fyrr
af öðrum orsökum.
Svo að vitnað sé til nokkurra aðalheimilda um þetta efni, tekur
Friedberg10 ekki ákveðna afstöðu til málsins, en leggur samt
áherzlu á rök, sem mæla með því, að hin vaxandi tíðni kransæða-
stíflu sé bein (absolute), t. d. vaxandi tíðni kransæðastíflu meðal