Læknablaðið - 01.12.1969, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ
205
flestum sjúklinganna og fært sjúkdómaskrá deildarinnar frá upp-
hafi, en hinn (E. B.) hefur farið yfir sjúkraskrárnar. 1 þeim var
leitað svars við 35 spurningum, sem voru færðar á spjaldskrár-
kort og síðan unnið úr þeim. Við þá athugun þótti greiningin ekki
örugg hjá fjórum sjúklingum, og urðu þá eftir i hópnum 394 sjúkl-
ingar.
Meðferð
Gegn verk og hjartaveiklun hefur meðferð verið liagað sam-
kvæmt venju. Síðastliðin þrjú til fjögur ár hefur digitalis eða
acylanid verið gefið oftar en fyrr, einkum gömlu fólki, þó að ekki
fyndust áþreifanleg einkenni hjartaveiklunar. Gegn losti hefur
verið gefið súrefni, vasopressorar og cedilanid í æð. Gegn óreglu
á hjartslætti hefur verið notað chinidin eða digitalis eftir atvikum
og nú síðastliðin ár nokkrum sinnum lidocain. Um þriggja til f jög-
urra ára bil var chinidin notað i þeim tilgangi að koma í veg fyrir
óreglu á hjartslætti, en því var hætt fyrir u. þ. 1). einu ári. Bóandi
lyf hafa verið mikið notuð.
Segavarnarlyf, þ. e. Warfarin í einum skammti og síðan Dicu-
marol, liafa verið notuð frá 1958, þegar ekkert hefur verið því til
fvrirstöðu. Næstu tvö árin voru aldursmörkin fyrir þeirri meðferð
sett við sjötugsaldur, en þá færð niður að sextugu. Síðastliðin tvö
ár hefur Dicumarol verið notað eingöngu og ekki miðað við
ákveðin aldursmörk. Skammtur Iiefur smám saman verið minnk-
aður, þegar sjúklingar eru komnir á kreik, og Dicumarol gjöf
hætt við brottför, nema hjá karlmönnum undir sextugsaldri. Sega-
varnanneðferð hefur verið beitt í alls 5363 <Iaga. Þennan tíma
hefur meðferðin verið ófullnægjandi í 1624 daga, eða u. þ. b. einn
þriðja af tímanum. Ekki varð vart við alvarlega fylgikvilla af
þessari meðferð, en hjá nokkrum sjúklingum fannst hlóð í þvagi
við smásjárskoðun.
Frá upphafi hefur þeirri reglu verið fylgt að láta sjúklingana
hreyfa sig sem fyrst eftir áfallið, og hefur matið á stærð drepsins
i hjartavöðvanum og líðan sjúklingsins ráðið mestu um þetta at-
riði. Þeir, sem hafa verið þungt haldnir vegna verkja eða hjarta-
veiklunar, hafa verið mataðir og látnir hreyfa sig sem minnst, þar
til ástandið batnaði. Hinir hafa þegar verið látnir hreyfa útlimi
og hafa sjálfir hagrætt sér í rúminu eftir þörf. Eftir tvo til fjóra
daga hafa þeir verið reistir upp og látnir sitja á rúmstokknum, í
fyrstu í 5—10 mínútur tvisvar lil þrisvar á dag. Eftir atvikum hafa
þeir verið komnir fram úr rúminu og í stól innan sjö til tíu daga