Læknablaðið - 01.12.1969, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ
229
skrifstofunnar. Niðurstaða þeirra funda og athugana var sú, að ekki
væri unnt að greiða af félagsgjöldum nema helming af launum fram-
kvæmdastjóra, en hinn helmingurinn yrði að koma frá tekjum ýmissa
starfa, sem skrifstofan tæki að sér. Var með þessu raunar staðfest til-
laga síðustu stjórnar um greiðslufyrirkomulag á launum framkvæmda-
stjóra.
Nánari athugun leiddi í Ijós, að ýmis þau störf, sem ætlazt hafði
verið til, að öfluðu skrifstofunni tekna, höfðu ekki gert það. Meðal
annarra tekna, sem brugðust, voru frá Lífeyrissjóði lækna, en stjórn
sjóðsins fól Guðmundi Skaftasyni, lögfræðingi og endurskoðanda, yfir-
umsjón með Lífeyrissjóðnum, enda þótt dagleg framkvæmd í færslum
fyrir sjóðinn væri framkvæmd af annarri skrifstofustúlkunni undir
eftirliti Guðmundar. Með tilliti til þessa var ráðningarsamningi fram-
kvæmdastjórans sagt upp á síðastliðnu hausti og honum gerð grein
fyrir þessari stefnu læknafélaganna um greiðslu fyrir störf hans. Upp-
sagnartíminn var sex mánuðir, og mun hann hætta störfum 1. apríl.
Væntir stjórnin þess, að læknafélögin megi í framtíðinni verða aðnjót-
andi hinnar miklu þekkingar hans á ýmsum málum lækna, þótt hann
sé ekki lengur fastráðinn hjá félögunum.
Á árinu hætti störfum Ingibjörg Bjarnadóttir, en við störfum
hennar tók Lára M. Ragnarsdóttir.
Birna Loftsdóttir, sem starfað hefur á skrifstofunni frá því í nóv-
ember 1966, hcfur sagt lausu starfi sínu og mun hætta störfum 1. apríl.
Hyggur hún á frekara nám í Bretlandi. Um leið og við þökkum henni
ágæt störf í þágu félagsins, óskum við henni góðs gengis í framtíðinni.
Ráðin hefur verið stúlka í hennar stað með vélritunarkunnáttu og bók-
haldsþekkingu, María Kristleifsdóttir.
Gert er ráð fyrir að skipta verkum milli stúlknanna þannig, að
önnur fari með fjárreiður, en hin bókhald.
Um frekara fyrirkomulag eða starfsmannahald á skrifstofunni í
náinni framtíð hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun.
Lögfræðileg Eins og á fyrra ári veittu þeir lögfræðingarnir Guðmund-
aðstoð ur Ingvi Sigurðsson og Sveinn Snorrason félaginu lög-
fræðilega aðstoð. Var hún mjög svipuð og á síðastliðnu
ári, fremur lítil, þar sem umsvifa í samningum gætti ekki mjög.
STÖRF NEFNDA
Samninganefnd Nefndina skipa: Jón Gunnlaugsson formaður, ísak
heimilislækna Hallgrímsson og Þorgeir Gestsson. Samninganefnd
heimilislækna hélt nokkra fundi með viðsemjendum
sínum, þ. e. fulltrúum frá Tryggingastofnun rikisins og Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur, í apríl sl. Viðsemjendur gerðu ljóst í upphafi samninga-
viðræðna, að ekki yrði um neinar grunnhækkanir að ræða, miðað við
það ástand, sem væri á vinnumarkaðnum almennt.
Af hálfu Læknafélagsins voru gerðar kröfur um eftirfarandi breyt-
ingar á gildandi samningi:
1) Hækkun verði gerð á töxtum samkvæmt ákvæðum um breyt-