Læknablaðið - 01.12.1969, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ
231
Samning'anefnd Nefndina skipa Hörður Þorleifsson formaður, Ólafur
sérfræðinga Jensson og Geir Þorsteinsson. Á almennum fundi í
maí var samþykkt að gera samninga aðeins til sex
mánaða. Var það vegna þess, að Sjúkrasamlagið neitaði að nota nýjustu
gjaldskrá félagsins sem samningsgrundvöll, nema henni yrði stórlega
breytt. Vildi stjórnin þá gera tilraun til þess að koma á gjaldskrá, sem
félagið gæti lagt fram og staðið við sem samningsgrundvöll. Vonir
stóðu til, að endurskoðun gjaldskrár yrði lokið innan sex mánaða, og
því var samningurinn endurnýjaður óbreyttur til þess tíma. f ljós kom
hins vegar, að gjaldskrárnefnd lauk hvergi nærri störfum á þeim tíma,
og voru samningar því framlengdir fyrir seinni sex mánuði ársins.
Ganga þeir úr gildi 1. maí án uppsagnar.
Launanefnd Nefndina skipuðu á síðastliðnu ári Frosti Sigurjónsson
formaður, Guðmundur Árnason ritari og Víkingur H.
Arnórsson.
Guðmundur Árnason sagði sig úr nefndinni á árinu af persónuleg-
um ástæðum, en í hans stað kom Halldór Steinsen.
Eins og fyrr var öllum samningum við ríki og Reykjavíkurborg
sagt upp með tilskildum fyrirvara, og gengu þeir úr gildi 1. júlí 1968.
Þá var enn fremur samningur lækna við Landakotsspítala tekinn til
endurskoðunar. Vegna þess að 1. júlí þótti óheppilegur uppsagnardag-
ur með tilliti til þess, að erfitt er að ná mönnum saman til fundar, varð
að samkomulagi við alla samningsaðila að miða uppsögn samninga við
30. apríl. Sameiginlegt við alla samninga nú er, að þeir falla úr gildi
30. apríl 1969, án sérstakrar uppsagnar.
Samningur við stjórnarnefnd ríkisspítalanna var íramlengdur að
mestu óbreyttur, að öðru leyti en því, að tekin voru inn ákvæði um
fjarvistir og sumarleyfi lækna, en slíkt ákvæði hafði fallið niður úr
eldri samningum. Ákvæði þetta hljóðar svo: „Læknar skulu eiga rétt á
að vera fjarverandi án launa, sbr. 2. tölulið 10. greinar, í allt að 30
daga sumarleyfi, og er þá miðað við virka daga. Sérfræðingar skulu
hafa rétt á að vera fjarverandi án launa allt að 12 virkum dögum árlega
til að sækja læknaþing. Leyfistíminn skal nánar ákveðinn í samráði
við viðkomandi yfirlækni."
Þá var gerð breyting á 1. tölulið 10. greinar samningsins og þeim
lið breytt til samræmis við ákvæði Kjaradóms frá 21. júní 1968 eða
ákvæðum, sem í stað þeirra kynnu að koma. Verðlagsuppbótin reiknast
nú þannig, að á föst mánaðarlaun fyrir 15 eyktir á viku, eftirvinnu,
nætur- og helgidagavinnu, kemur sama uppbót að krónutölu og greidd
er á laun samkv. 28. launaflokki ríkisstarfsmanna. Fyrir færri eyktir
lækkar verðlagsuppbótin í hlutfalli við mánaðarkaupið, og á greiðslu
samkv. 7. grein reiknast hún í hlutfalli við verðlagsuppbót á greiðslu
samkv. 6. grein.
Enn sem fyrr eru samningar við borgina þrír: f fyrsta lagi kon-
sulentasamningur, í öðru lagi kandídatasamningur, í þriðja lagi lækna-
samningur (yfirlækna, sérfræðinga og aðstoðarlækna).
Allir þessir samningar voru framlengdir óbreyttir.