Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Síða 63

Læknablaðið - 01.12.1969, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 231 Samning'anefnd Nefndina skipa Hörður Þorleifsson formaður, Ólafur sérfræðinga Jensson og Geir Þorsteinsson. Á almennum fundi í maí var samþykkt að gera samninga aðeins til sex mánaða. Var það vegna þess, að Sjúkrasamlagið neitaði að nota nýjustu gjaldskrá félagsins sem samningsgrundvöll, nema henni yrði stórlega breytt. Vildi stjórnin þá gera tilraun til þess að koma á gjaldskrá, sem félagið gæti lagt fram og staðið við sem samningsgrundvöll. Vonir stóðu til, að endurskoðun gjaldskrár yrði lokið innan sex mánaða, og því var samningurinn endurnýjaður óbreyttur til þess tíma. f ljós kom hins vegar, að gjaldskrárnefnd lauk hvergi nærri störfum á þeim tíma, og voru samningar því framlengdir fyrir seinni sex mánuði ársins. Ganga þeir úr gildi 1. maí án uppsagnar. Launanefnd Nefndina skipuðu á síðastliðnu ári Frosti Sigurjónsson formaður, Guðmundur Árnason ritari og Víkingur H. Arnórsson. Guðmundur Árnason sagði sig úr nefndinni á árinu af persónuleg- um ástæðum, en í hans stað kom Halldór Steinsen. Eins og fyrr var öllum samningum við ríki og Reykjavíkurborg sagt upp með tilskildum fyrirvara, og gengu þeir úr gildi 1. júlí 1968. Þá var enn fremur samningur lækna við Landakotsspítala tekinn til endurskoðunar. Vegna þess að 1. júlí þótti óheppilegur uppsagnardag- ur með tilliti til þess, að erfitt er að ná mönnum saman til fundar, varð að samkomulagi við alla samningsaðila að miða uppsögn samninga við 30. apríl. Sameiginlegt við alla samninga nú er, að þeir falla úr gildi 30. apríl 1969, án sérstakrar uppsagnar. Samningur við stjórnarnefnd ríkisspítalanna var íramlengdur að mestu óbreyttur, að öðru leyti en því, að tekin voru inn ákvæði um fjarvistir og sumarleyfi lækna, en slíkt ákvæði hafði fallið niður úr eldri samningum. Ákvæði þetta hljóðar svo: „Læknar skulu eiga rétt á að vera fjarverandi án launa, sbr. 2. tölulið 10. greinar, í allt að 30 daga sumarleyfi, og er þá miðað við virka daga. Sérfræðingar skulu hafa rétt á að vera fjarverandi án launa allt að 12 virkum dögum árlega til að sækja læknaþing. Leyfistíminn skal nánar ákveðinn í samráði við viðkomandi yfirlækni." Þá var gerð breyting á 1. tölulið 10. greinar samningsins og þeim lið breytt til samræmis við ákvæði Kjaradóms frá 21. júní 1968 eða ákvæðum, sem í stað þeirra kynnu að koma. Verðlagsuppbótin reiknast nú þannig, að á föst mánaðarlaun fyrir 15 eyktir á viku, eftirvinnu, nætur- og helgidagavinnu, kemur sama uppbót að krónutölu og greidd er á laun samkv. 28. launaflokki ríkisstarfsmanna. Fyrir færri eyktir lækkar verðlagsuppbótin í hlutfalli við mánaðarkaupið, og á greiðslu samkv. 7. grein reiknast hún í hlutfalli við verðlagsuppbót á greiðslu samkv. 6. grein. Enn sem fyrr eru samningar við borgina þrír: f fyrsta lagi kon- sulentasamningur, í öðru lagi kandídatasamningur, í þriðja lagi lækna- samningur (yfirlækna, sérfræðinga og aðstoðarlækna). Allir þessir samningar voru framlengdir óbreyttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.