Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1969, Page 64

Læknablaðið - 01.12.1969, Page 64
232 LÆKNABLAÐIÐ Við endurskoðun samnings lækna við Landakotsspitala voru gerð- ar eftirfarandi breytingar: í 1. lagi: í stað þess að spítalinn greiddi læknum aðeins fyrir sjúkl- inga frá Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðahreppi og Hafnar- firði, greiðir hann nú læknum fyrir sjúklinga, hvar sem er á landinu. í 2. lagi; Gæzluvaktargreiðsla hiækkaði úr 650 í 715 til samræmis við hina spítala bæjarins. í 3. lagi: Taxti Læknafélags Reykjavíkur frá 1968 var nú lagður til grundvallar í stað gjaldskrár 1966, en þó gefinn 21% afsláttur. Með tilliti til hins erfiða fjárhagsástands í landinu þótti ekki rétt að þvinga fram beinar kauphækkanir. Hins vegar var lögð á það megin- áherzla á öllum fundum við ríki og Reykjavíkurborg að fá breytingu á 50 stunda ákvæðinu, sem á sínum tíma var sett inn í samningana og allir gerðu sér Ijóst þá, að ekki ætti að nota í framkvæmd. Þessu ákvæði um 50 stunda vinnuviku hefur verið óspart beitt af atvinnu- rekendum, og hlýtur það að verða megin-viðfangsefni launanefndar á næsta ári að knýja fram breytingu á þessari grein. Þá var og farið fram á við ríkisspítalana, að ákvæði væri í samn- ingum um, að þeir réðu einungis félaga Læknafélags Reykjavíkur, en því var þverneitað. Ákvæði þetta er þegar komið inn í samningana við Reykjavíkurborg. Lög félagsins gera ráð fyrir því, að slíkt ákvæði sé í öllum samningum, sem félagið gerir. Verður því fast fylgt eftir, þar til úr rætist. Gjaldskrár- í gjaldskrárnefnd er Guðmundur Jóhannesson formaður, nefnd Guðmundur Björnsson og Jósef Ólafsson. Gjaldskrár- nefnd var falið fyrr á árinu að endurskoða gjaldskrána og gera tillögur að leiðréttingum og samræmingum á greiðslum á þeirri forsendu, að mönnum með sambærilega menntun bæri sömu laun fyrir sama tíma. Læknafélag fslands hafði ráðgert svipaða endurskoðun á sinni gjaldskrá. Snemma á árinu var því farið að ræða um möguleika á, að gjaldskrárnefndir félaganna sameinuðust til þess að vinna að sameigin- legri gjaldskrá. Gjaldskrárnefnd Læknafélags Reykjavíkur var fyrr tilbúin til starfa, og hélt hún nokkra fundi, áður en gjaldskrárnefnd Læknafélags íslands var formlega sett af stað. Leitað hefur verið upp- lýsinga um gjaldskrá lækna á hinum Norðurlöndunum. Sérfræðinga- félögum hefur verið skrifað og óskað eftir tillögum um breytingar á gjaldskránni. Formlegu sambandi milli gjaldskrárnefnda beggja félag- anna hefur nýlega verið komið á. Óvíst er enn, hvort unnt verður að leggja fram nýja, endurskoðaða og samþykkta gjaldskrá til samninga á vori komanda. Sjúkrahúsmála- í nefndinni eiga sæti Árni Björnsson formaður, Ás- nefnd mundur Brekkan og Tómas Á. Jónasson. Nefndin hefur haldið allmarga fundi á árinu, en þó ekki reglulega. Starfsemi nefndarinnar hefur aðallega beinzt að þeim þætti sjúkra- húsmála, er varðar samstarf sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu. Hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.