Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 82
246 LÆKNABLAÐIÐ Hjartavernd Á síðastliðnu vori skrifaði stjórn Hjartaverndar stjórn Læknafélags Reykjavíkur bréf, þar sem farið var fram á það, að umræður hæfust um möguleika á því, að læknar gætu vísað sjúklingum til Hjartaverndar til þess að fá þar rannsókn, svipaða eðlis og kerfisbundnar hóprannsóknir Hjartaverndar. Voru haldnir nokkrir fundir með fulltrúum Hjartaverndar. Var þar rætt um, hvort heimila ætti, að félög mættu taka tilvísanir sem læknar. Málið lá niðri um sumarið, en var tekið upp aftur í janúar 1969. Lögðu þá fulltrúar Hjartaverndar fram tillögur að greiðslum fyrir þjónustuna. Lögðu þeir til, að nokkrar helztu rannsóknirnar yrðu seldar samkvæmt gjaldskrá L.R., en rannsóknir í eigin þágu að sjálf- sögðu gerðar ókeypis. Á fundi 3.1. 1969 með fulltrúum Hjartaverndar gaf stjórnin í skyn, að hún gæti samþykkt tilvísanir til lækna Hjarta- verndar. Hins vegar gæti verið ýmsum annmörkum háð, að Hjarta- vernd sem stofnun væri sá aðili, sem vísað væri til og tæki á móti greiðslum. Málið var síðan borið undir stórráðsfund, og var þar sam- þykkt að vísa málinu til þeirra aðildarfélaga L.R., sem þar áttu mestan hluta að máli, þ. e. Félags íslenzkra lyflækna og Félags ís- lenzkra meinafræðinga. Enn fremur var nokkru seinna sama erindi sent Félagi röntgenlækna. Umsagnir bárust frá tveim fyrmefndu fé- lögum, og voru bæði mótfallin því, að Hjartavernd gæti tekið við til- vísunum. Hins vegar væri ekki hægt að hafa á móti því, að tilvísanir yrðu sendar á sérfræðinga Hjartaverndar, og yrði þá þjónustan seld samkvæmt umsömdum taxta. Málið var síðan lagt fyrir almennan aukafund föstudaginn 31. janúar. Virtist afstaða manna almennt varðandi umsókn Hjartavernd- ar vera sú hin sama og stjórnin hafði áður tekið og samhljóða ályktun Félags íslenzkra lyflækna og Félags íslenzkra meinafræðinga. Málið var síðan afgreitt til Hjartaverndar með eftirfarandi hréfi dags. 12.2.: „Stjórn L.R. hefur tekið til athugunar tilmæli Hjartaverndar um heimild til að taka við tilvísunum frá læknum. Niðurstaða þeirrar athugunar varð sú, að L.R. getur ekki sam- þykkt, að tilvísanir verði stílaðar á Hjartavernd. Hins vegar er heimilt að vísa til sérfræðinga þeirra, sem hjá Hjartavernd starfa, á sama hátt og til annarra sérfræðinga. Greiðslur fyrir unnin störf fari eftir samn- ingum L.R. við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkis- ins. Domus Medica Á árinu gekk úr stjórn Domus Medica fulltrúi Lækna- félags Reykjavíkur, dr. med. Jón Sigurðsson borgar- læknir. í hans stað var tilnefndur af stjórn Domus Medica og síðar samþykktur af stjórn L.R. Arinbjörn Kolbeinsson. í fyrri skýrslu kemur fram gagnrýni vegna lítils ihlutunarréttar stjórna læknafélaganna á stjórn Domus Medica. Enn hefur ekkert áunnizt í því máli, en það er í athugun. Á aðalfundi 1968 var endanlega gengið frá því, að framlag til Domus Medica 1968 og framvegis verði skoðað sem lán. Sjá nánar íundargerð aðalfundar L.í. 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.