Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
173
félagsins heimild til að verja 50 þús. kr., auk venjulegrar risnu, til
afmælishátíðarinnar. Fyrirkomulag hátíðarinnar var hins vegar með
þeim hætti, að greiðslur úr sjóðum félagsins námu aðeins til auka-
vinnu fastra starfsmanna læknafélaganna.
Nýliðun heimilis- í Læknablaðinu í desember 1968 birtist skýrsla
lækninga Helga Þ. Valdimarssonar um skoðanakönnun
Læknafélags íslands meðal læknanema og ungra
lækna varðandi nýliðim heimilislækninga. Niðurstaða þessarar könn-
unar var sú, að hætt er við, að heimilislækningar líði undir lok vegna
skorts á nýliðun, en unnt muni að koma í veg fyrir þessa óheillaþróun
með því að stofna læknamiðstöðvar og veita sérfræðiviðurkenningu í
heimilislækningum. í nýrri reglugerð um lækningaleyfi og sérfræði-
leyfi, sem nú er í undirbúningi, er gert ráð fyrir, að heimilislækningar
verði sérgrein.
Síldarlæknismál Hinn 7. júlí 1968 var formaður L.í. boðaður á fund
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til þess að ræða
fyrirkomulag á læknisþjónustu fyrir fiskiskip á fjarlægum miðum
(síldveiðiflotann). Var þetta framhald viðræðna, sem fram fóru haust-
ið 1967. Gert var ráð fyrir, að síldarlæknir hefði aðsetur í varðskipi
og fengi laun samkv. kjarasamningi L.R. við ríkisspítalana, og var þá
ákveðið að auglýsa starfið. Samkomulag, sem náðist á fundi þessum,
var byggt á nefndaráliti frá fyrra ári, en þar hafði Hannes Finnboga-
son starfað sem fulltrúi Læknafélags fslands (fskj. 3). Kemur þar fram,
hver starfsaðstaða slíks læknis með fiskiflota á fjarlægum miðum
þarf að vera, til þess að læknir geti komið að þeim notum, sem vera
ber. Síðar voru gerðir samningar um starf þetta, og fylgja þeir með
skýrslunni í viðauka. Samningar þessir hafa sérstöðu að því leyti, að
þetta er í fyrsta skipti, sem Læknafélag íslands gerir samninga um
læknisþjónustu, sem fram fer utan íslenzks lögráðasvæðis. Fyrsti lækn-
irinn, sem sinnti þessari þjónustu, var Hannes Finnbogason (samning-
ur fskj. 4). Samningurinn hefur verið framlengdur til 1. maí 1970.
Ævitekjuútreikningar Svo sem kunnugt er, létu læknafélögin reikna
lækna ævitekjur lækna og hafa birzt niðurstöður í
Læknablaðinu, 3. hefti 1958. Árið 1967 setti
Bandalag háskólamanna (BHM) á laggirnar nefnd til þess að reikna
ævitekjur h'áskólamanna hér á landi og hafði þar erlendar fyrir-
myndir. Á fundi fulltrúa BHM í nóvember 1968, var skýrt lauslega
frá nokkrum bráðabirgðaniðurstöðum. Við nánari athugun kom í Ijós,
að grundvelli fyrir ævitekjuútreikningum lækna var í meginatriðum
ábótavant. Voru þegar gerðar ráðstafanir af hálfu stjórnar L.í. til þess
að leita upplýsinga um réttan grundvöll til þess að byggja útreikninga
á. Gert er ráð fyrir, að nefnd BHM haldi áfram þessum útreikningum
— og verði þeim lokið á yfirstandandi ári.