Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 203 sem aukastarf. Einnig eru til ágætir skólar fyrir heilbrigðisfulltrúa, bæði þá, sem ætla að gera það að aðalstarfi, og einnig hina, er ætla að hafa það að aukastarfi. Rétt er að undirstrika rækilega, að L.í. telur ekki koma til greina, að Heilbrigðiseftirliti ríkisins verði ætlaður staður á skrifstofu land- læknis, eins og að henni er búið nú. Ef eftirlitið á að bera tilætlaðan árangur, verður að gera ráð fyrir ýmiss konar rannsóknarstarfsemi í nánum tengslum við það. Þó er vafalaust hagkvæmt, að stofnanir, sem hafa annazt þessar rannsóknir hingað til, geri það eftirleiðis, ef það getur samrýmzt rekstri þeirra, þar sem óæskilegt er að dreifa slíkri starfsemi. Hins vegar vantar okkur enn þá marga þætti þeirra rannsókna, sem eru nauðsynlegir í sambandi við nútímaheilbrigðiseftirlit. Má þar til dæmis nefna marg- víslegar rannsóknir vegna atvinnusjúkdóma, mengun andrúmslofts og ýmiss konar manneldisrannsóknir. Verður reynslan og þróunin að leiða í ljós, hverja rannsóknarstarfsemi heppilegast er að reka í stofnun heilbrigðiseftirlitsins. Síðast en ekki sízt verður að gera ráð fyrir, að háskólakennarar í heilbrigðisfræði starfi að einhvei'ju leyti í tengslum við þessa stofn- un. Að minnsta kosti verða þeir að geta notið þeirrar aðstöðu, sem þar býðst til þess að kenna læknanemum og stunda vísindalegar rann- sóknir í heilbrigðisfræði. Ættu allir, sem áhuga hafa á slíkum rann- sóknum, að geta haft not af stofnuninni eftir vissum reglum, enda bíða mörg mikilvæg rannsóknarefni óleyst á þessu sviði. Heilbrigðisreglugerðir — heilbrigðissamþykktir: Það er veigamikið framfaraspor að semja eina allsherjarreglugerð, sem gildir fyrir allt landið. Má þá væntanlega fella úr gildi ýmsar reglugerðir, sem fjalla um einstaka þætti heilbrigðiseftirlitsins og erfitt er að henda reiður á. Rétt er að hvetja stærri kaupstaði til að setja eigin samþykktir. Það eitt, að skylda sveitarstjóm og heilbi’igðisnefnd, héraðslækni og heilbi'igðisfulltrúa viðeigandi kaupstaðar til að setjast niður og gera slíka samþykkt, eykur áhuga og hvetur menn til að kryfja málin til mergjar. Almenn ákvæði í heilbrigðisreglugerð: 10. gr. fi'umvarpsins á að vera eins konar rammi utan um væntan- lega heilbrigðisreglugerð. Það er auðvitað æskilegt, að sem flest sé tínt til af því, sem hafa þarf í huga, en hitt er jafn augljóst, að slík upptalning getur aldrei orðið tæmandi, og verður að reikna með, að ýmislegt komi fram, sem síðar þarf að fella inn í heilbrigðisreglugerðir (sbr. 11. gr. frumvarpsins). Ekki er ástæða til að bæta mörgu við upptalninguna, en þó má t. d. minna á sjóveitur, sem eru mjög þýðingarmiklar í sjávarþorpum, þar sem hörgull getur verið á fersku vatni til fiskþvotta, enda er sjór bezti þvottalögurinn fyrir ferskfisk, einkum þann, sem á að leggja hráan niður. Á hinn bóginn er erfiðara að hreinsa sjó en ferskvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.