Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 177 lands, Tannlæknafélagi íslands og Lyfjafræðingafélagi íslands. Á fundi þessum var kosin þriggja manna undirbúningsnefnd, og í henni áttu sæti María Pétursdóttir, Arinbjöm Kolbeinsson og Georg Lúðvíksson. Mál þetta hefur verið rætt á stjórnarfundum L.Í., en fulltrúar til að mæta á undirbúningsfundum voru kjörnir Arinbjöm Kolbeinsson og Stefán Bogason. Á stofnfundi samtakanna 14.1.1969 gerðist Lækna- félag íslands aðili að þessum samtökum með þeim fyrirvara, að sú ráðstöfun yrði samþykkt á aðalfundi L.í. 1969, en stjórn L.í. hafði fyrir sitt leyti samþykkt þessa ráðstöfun áður (fskj. 5 A). Skattamál L.í. og L.R. hefur borizt bréf frá ríkisskattstjóra, þar sem ýmis atriði skattamála lækna eru tekin til meðferðar. Sam- eiginlegur stjórnarfundur L.í. og L.R. var haldinn um málið 5. apríl. Hér er um að ræða mikla skerðingu á frádrætti á bílakostnaði lækna, þannig að hann fer niður í 25% hjá þeim, sem ekki stunda heimilis- lækningar að marki, þ. e. hafa minna en 100 samlagsnúmer. Siglinga- kostnaður verður hins vegar rýmkaður frá því sem áður var, iðgjald í Lífeyrissjóð lækna verður einnig rýmra en áður. Leyfð verða 10% af öllum tekjum, þó með því hámarki, að það fari ekki yfir 75.000 kr. á ári. Iðgjald af hóptryggingu lækna verður hins vegar ekki allt frá- dráttarbært til skatts, eins og er. Læknafélag Reykjavíkur hefur rætt mál þetta á almennum fé- lagsfundi. Bæði stjórn L.R. og L.í. hafa ritað ríkisskattstjóra bréf um málið (fskj. 6). Viðræður standa yfir milli fulltrúa læknafélaganna annars vegar og skattayfirvalda hins vegar um skattamál lækna. Samin hefur verið greinargerð um skattamál lækna, þar sem nefnd voru viðhorf í skattamálum (fskj. 7), og birtist hún sem forystu- grein í Læknablaðinu, 3. tbl. 1969. Mál frá Alþingi Frumvarp um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit hafði verið til athugunar hjá Læknafélaginu frá fyrra ári, og hafði nefnd, sem skipuð var til að athuga þetta, skilað allýtarlegu áliti (fskj. 8), en í henni áttu sæti Baldur Johnsen, Helgi Valdimarsson og Björn Önundarson. Stjórnin fjallaði um álit nefndar- innar og gerði á því smávegis breytingar og sendi það til Alþingis. Frumvarp þetta hefur nú verið afgreitt sem lög, og voru fáar af breyt- ingatillögum læknasamtakanna teknar til greina. Er læknum bent á að kynna sér þessi lög rækilega, en líklegt má telja, að þau þurfi brátt breytinga við. Þá barst stjórn L.í. breytingartillaga við 4. gr. læknaskipunar- laganna, og gekk sú breytingartillaga í þá átt að auðvelda stofnun lækningamiðstöðvar. Fjárframlög skyldu koma frá ríkinu, þannig að sveitarfélög í dreifbýli þyrftu ekki að leggja fram fé. Mælti stjórn Læknafélagsins með breytingartillögunni, en benti á, að lög þessi þyrfti oft að endurskoða og breyta, þar sem hér væri um að ræða málefni nátengd örri þróun læknisfræðinnar og þjóðfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.