Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 42
190
LÆKNABLAÐIÐ
5. grein
Lækni verði séð fyrir líf- og slysatryggingu, að upphæð fimm
millj. króna, og greiðist iðgjaldið af vinnuveitanda.
6. grein
Læknir tekur ekki greiðslur fyrir unnin verk, en ber að halda
skrá yfir þau,. Sömuleiðis ber honum að halda skrá yfir afhent lyf
og nöfn þeirra, er læknishjálpar eða lyfja njóta.
7. grein
Greiða skal 7% orlofsfé á allt kaup skv. samningi þessum. Enn-
fremur skal greiða umsamin laun skv. 1. gr. samnings þessa í for-
föllum eftir 4. grein laga nr, 16/1958 eða lögum, sem í þeirra stað
koma, enda telst vinnuveitandi sami atvinnurekandi og Stjórnarnefnd
ríkisspítalanna að þessu leyti, sbr. 3. tl. 10. gr. samnings Læknafélags
Reykjavíkur og Stjórnarnefndar ríkisspítalanna frá 30. júní 1967.
8. grein
Lækni verði séð fyrir starfsaðstöðu um borð í varðskipi, sem
Læknafélag íslands tekur gilda.
9. grein
Samningur þessi gildir frá 31. júlí 1968 til 1. maí 1969.
10. grein
Rísi mál út af samningi þessum skal það rekið fyrir bæjarjþingi
Reykjavíkur, án þess að leita þurfi um sættir hjá sáttanefndarmönnum.
Reykjavík, 31. júlí 1968.
F. h. Læknafélags íslands
Arinbjörn Kolbeinsson
(sign)
F. h. dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
Jón Thors
(sign)
F. h. sjávarútvegsmálaráðuneytisins
Jón L. Arnalds
(sign)
FYLGISKJAL 4 A
Til læknadeildar Háskóla íslands.
Svo sem læknadeild mun kunnugt, hefur Læknafélag íslands starf-
rækt námskeið fyrir héraðslækna og aðra praktíserandi lækna um ára-