Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 38
186
LÆKNABLAÐIÐ
FYLGISKJÖL
I ársskýrslunni er drepið á aðalmál, en minni hiáttar atriðum hefur
verið sleppt. Sá háttur hefur verið hafður á, að fylgiskjöl hafa ekki ver-
ið felld inn í ársskýrslu, heldur birt sem viðauki. Er þetta gert til að
gera hana aðgengilegri, þannig að menn geti kannað fylgiskjölin að eig-
in vild.
FYLGISSKJAL 1
30. janúar 1969.
Til stjórnar Domus Medica,
c/o Bjarna Bjarnasonar.
Stjórn Læknafélags íslands vill vekja athygli á eftirfarandi tillögu,
sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands:
„Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn að Bifröst 22.—23. júní
1968, felur stjórn L.í. og stjórn L.R. að semja við stjórn Domus Medica
um hugsanlegar breytingar á skipulagsskrá Domus Medica og önnur
samskipti þeirra á milli. — Bjarni Bjarnason.“
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar Læknafélags íslands.
Sigfús Gunnlaugsson.
FYLGISKJAL 2
EINAR B. GUÐMUNDSSON,
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON,
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
AXEL EINARSSON,
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
Símar: 12002, 13202, 13602,
Símnefni:
Telegrams: ISBJÖRN
EBG/IL
Domus Medica,
Reykjavík.
Þér hafið óskað umsagnar minnar um reglur þær, er gilda um
stjórnarkjör í Domus Medica, Reglur þessar er að finna í 4. gr. og í
Reykjavík, 26. febrúar 1969.
Aðalstræti 6, III. hæð.