Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 64
200 LÆKNABLAÐIÐ verður flóknara og tæknin margbrotnari. Vaxandi þekking á orsökum sjúkdóma, auk margvíslegra nýrra skaðvalda, sem fylgja breyttum lifnaðarbáttum, gerir nauðsynlegt, að lög um eftirlitið séu í stöðugri endurskoðun. Á fyrri hluta 19. aldar var til að mynda ekki vitað um, að sýklar gætu valdið 'sjúkdómum. Á öndverðri 20. öld var hins vegar talið, að sýklar yllu flestum sjúkdómum. Það heilbrigðiseftirlit, sem var mótað með löggjöf á fyrstu áratugum aldarinnar, var fyrst og fremst miðað við sóttvarnir. Breyttur skilningur á orsökum og eðli sjúkdóma og sú stórfellda umhverfisbreyting, sem hefur átt sér stað á síðustu áratugum, gerir að sjálfsögðu kröfu til þess, að heilbrigðis- eftirlitinu sé sniðinn nýr stakkur. Hættan af ýmsum umhverfisþáttum hefur stórlega aukizt með vax- andi stóriðnaði, fjölbýli og notkun gerviefna. Síðast en ekki sízt hafa hlutföllin í byggð landsins stórlega raskazt, þannig að fækkað hefur í fámennum sveitum, en fjölgað í stærri kaupstöðum. Þó er ekki enn þá orðið umtalsvert fjölbýli nema á Reykjavíkursvæðinu, þar sem rúm- lega helmingur allra landsmanna býr. Hér er átt við Reykjavík, KÓDa- vog, Garðahrepp, Álftanes, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes og Mosfells- hrepp. Allt þetta svæði er nú orðið að mestu samfelld byggð og ein heild í atvinnu- og menningarmálum. Þetta svæði hefur sameiginlega umhverfisþætti, sama andrúmsloft, sameiginlegan hávaða, samfellda strandlengju og sams konar skolp-mengun sjávar. Sorpeyðing, vatns- öflun og meðferð húsdýra cg meindýra, svo að eitthvað sé nefnt, eru vandamál, sem þessi byggðarhverfi þurfa að leysa í sameiningu. Gera má ráð fyrir, að þessi sérstöku og stórfelldu heilbrigðis- vandamál Reykjavíkursvæðisins hafi verið aðalundirrót lagafrumvarps- ins, því að í dreifbýlinu er síður þörf skjótra aðgerða. Utan Reykja- víkursvæðisins er það miklu fremur hin almenna læknisþjónusta en heilbrigðiseftirlitið, sem er brýnt úrlausnarefni. Allir hljóta að vera á einu máli um, að æskilegt sé, að einn aðili hafi ábyrgð á heilbrigðiseftirliti á öllu Reykjavíkursvæðinu. Þessi aðili getur þó ekki verið ríkisvaldið, þar sem það eru staðaryfirvöld, sem eðli málsins skv. verða að glíma við þau vandamál, sem rísa upp í sambandi við starfrækslu fyrirtækja og þenslu á bygeð og atvinnu- lífi. Hér verða því að koma til samningar milli staðaryfirvalda hlutað- eisrandi bvggðarhverfa um að fela einum aðila að hafa vfirsýn yfir allt heilbrigðiseftirlitið. Á þann hátt einan getur það orðið markvisst og nægilega samræint. Vaknar sú spurning, hvort ekki sé rétt að fyrir- skipa sMkt samstarf með lagaboði. A. m. k. þurfa lögin að vera mjög hvetjandi til þessarar samhæfingar. Um heilbrigðisnefndir: í frumvarpinu er gert ráð fyrir mikilli breytingu frá eldri lögum, með því að ætlazt er til, að heilbrigðisnefndir séu í öllum sveitar- félögum landsins. Þegar þess er gætt, að tæpur helmingur sveitar- félaganna, eða 47%, hafa færri en 200 íbúa, 17% færri en 100 íbúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.