Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 68
204
LÆKNABLAÐIÐ
vegna grænþörunga, sem oft er mikið af í sjó. Þessir þörungar trufla
mjög „klórineringu", en sjór í nágrenni sjávarþorpa og stærri bæja
er mjög mengaður af bakteríum, enda hafa þær góð vaxtarskilyrði í
þeim mikla úrgangi, sem kemur frá fiskiðjuverum og höfnum.
Rík ástæða er til að hafa í huga afstöðu heilbrigðisnefnda og heil-
brigðiseftirlitsmanna til verksmiðjueftirlitsins. Fylgjast þarf með út-
búnaði í verksmiðjum, ekki aðeins hvað snertir hollustuhætti og hrein-
læti, heldur einnig að því er varðar slysahættu.
Geislavarnir ríkisins, svo og almannavarnir og slysavarnir og
öryggiseftirlit falla einnig undir heilbrigðiseftirlit í víðtækustu merk-
ingu. Það er allmargbrotið mál og þýðingarmikið að forða borgar-
búum í stærri bæjum frá hávaða eins og frekast er unnt. Er full
ástæða til að setja lög og sérstakar reglur til að hindra óþarfa hávaða
í fjölbýlishúsum og af umferð í lofti og á láði, t. d. þarf að setja sér-
stakar reglur um gerð og staðsetningu flugvalla með tilliti til íbúða-
hverfa.
Þá eru lög um mengun andrúmslofts orðin tímabær og einnig
þurfa ákvæði þar að lútandi að vera í heilbrigðisreglugerð.
Lokaorð:
Þær breytingar, sem L.f. leggur til, að gerðar verði á frumvarp-
inu, verða í stuttu máli sem hér segir:
1. Umdæmi heilbrigðisnefnda verði stækkuð frá því, sem gert er ráð
fyrir í frumvarpinu.
2. Héraðslæknarnir verði sjálfkjörnir í heilbrigðisnefndir.
3. Reykjavíkursvæðið allt verði undir einu og sama heilbrigðiseftirliti.
4. Ekki sýnist annað koma til greina en að forstöðumaður heilbrigðis-
eftirlitsins verði læknir, helzt með sérþekkingu í hagnýtri heil-
brigðisfræði.
5. Heilbrigðiseftirlit ríkisins verði ekki einungis skrifstofa, heldur
einnig rannsóknarstofnun, sem nýta má til kennslu og vísinda-
rannsókna.
Reykjavík, 8. nóvember 1968,
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS
FYLGISKJAL 8 A
Til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, 7. marz 1969.
Arnarhvoli,
Reykjavík.
Þökkum bréf Dóms- og' kirkjumálaráðuneytisins 21. febrúar 1969
ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 47/ 23. júní 1932
um lækningaleyfi og fleira. Stjórn Læknafélags íslands hefur athugað
frumvarp þetta og leggur til eftirfarandi breytingar:
Ákvæði um veitingu tímabundins lækningaleyfis til handa erlend-
um ríkisborgurum orðist þannig: Ráðherra getur þó veitt tímabundið
lækningaleyfi mönnum, sem ekki eru íslenzkir ríkisborgarar, ef þeir
hafa lokið kandídatsprófi i læknisfræði við viðurkenndan háskóla,