Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
209
2. gr.
Yfirlæknir og aðrir læknar, sem ráðnir eru að sjúkrahúsinu, skipa
samstarfsnefnd, er sé ráðgefandi fyrir stjórn sjúkrahússins um allt,
er varðar læknisþjónustu, samstarf og samhæfingu starfskrafta. Hún
skal stuðla að þróun í starfsemi sjúkrahússins, þjónustugæðum, mennt-
un lækna og annars starfsliðs. Samstarfsnefndin ber ábyrgð á því, að
staðli mn læknisþjónustu sjúkrahúsa, ef settur verður, sé fylgt. Yfir-
læknir er málsvari samstarfsnefndar gagnvart sjúkrahússtjórn.
3. gr.
Samstarfsnefnd heldur fundi daglega, þegar þess er kostur, og
ekki sjaldnar en 2—3 í viku. Á þessum fundum verði m. a. fjallað um
eftirfarandl atriði:
a. Skýrsla um síðustu vakt (vaktir).
b. Greint sé frá innritun bráðra sjúkdómstilfella í sjúkrahúsið.
c. Rætt um sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga á sjúkrahús-
inu og ávallt skýrt frá breytingum á meðferð.
d. Rædd sérstök sjúkdómstilfelli, valin daginn áður eða með lengri
fyrirvara.
e. Ákvörðun um stundun sjúklinga, þ. á m. hvaða læknir skuli
aðaUega annast meðferð „akut“ innlagðs sjúklings (sjúklinga)
frá síðasta firndi nefndarinnar.
f. Væntanlegar útskriftir sjúklinga.
g. Væntanlegar innritanir sjúklinga.
4. gr.
Um verkaskiptingu Iækna í sjúkrahúsinu og skiptingu sjúklinga
milli lækna fer eftir samkomulagi þeirra, og/eða reglum, er sjúkra-
hússtjóm setur, að fengniun tillögum samstarfsnefndar. Innritun bráðra
sjúkdómstilfella og fyrstu meðferðar annast vakthafandi læknir og
gerir sjúkraskýrslu.
Innritun sjúklinga af biðlista skal, sé þess kostur, ákveðin með
nokkrum fyrirvara og hvaða læknir skuli annast hann öðrum fremur.
Stefnt sé að því, að þau hlutföll, sem samkomulag næst um varðandi
starfssvið og skiptingu sjúklinga milli lækna, raskist sem minnst,
a. m. k. ekki um lengri tíma.
Útskrift sjúklings og ritun læknabréfs annast sá læknir, sem aðal-
lega hefur stundað sjúklinginn.
Yfirlæknir mælir yfirleitt fyrir um allar meiri háttar aðgerðir.
5. gi’.
Stofugang að morgni annast læknar saman og kynnast meðferð
sjúklinga hvers annars. Kvöldstofugang annast vakthafandi læknir.
6. gr.
Læknar sjúkrahússins gegna störfum yfirlæknis í fjarveru hans
skv. ákvörðun sjúkrahússtjórnar, að fegnum tillögum sam'starfsnefnd-
ar.