Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 44
192
LÆKNABLAÐIÐ
3. gr.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum læknaþing,
haldin á íslandi, sem íslenzk eða erlend læknafélög eru aðili að.
Hámarksfjárhæð styrks skal vera kr. 50.000,00.
Styrkir skulu veittir með því skilyrði, að verði um eftirstöðvar
fjár að ræða að afloknu læknaþingi, skulu slíkar eftirstöðvar renna
óskiptar í sjóðinn, án tillits til upphæðar styrksins.
4. gr.
Tekjur sjóðsins eru vextir og annar arður af höfuðstóli, gjafir,
framlög o. s. frv.; enn fremur þær eftirstöðvar fjár, sem kunna að
verða fyrir hendi vegna læknaþinga, sbr. 3. gr. hér að framan.
5. gr.
Fé sjóðsins skal ávaxtað í ríkisbanka eða með öðrum hætti, sem
sjóðstjórnin er sammála um að telja jafnöruggan.
6. gr.
Sjóðurinn er í vörzlu Læknafélags íslands.
7. gr.
Stjóm sjóðsins er skipuð þremur mönnum: tveir tilnefndir af
stjórn Læknafélags íslands og einn af stjórn Félags íslenzkra lyflækna.
8. gr.
Reikningsárið er almanaksárið og skal stjómin birta endurskoðaða
reikninga sjóðsins á aðalfundi Læknafélags íslands ár hvert.
9. gr.
Reikningar skulu endurskoðaðir af tveim mönnum, tilnefndum af
stjórn Læknafélags fslands.
10. gr.
Heimilt er að breyta skipulagsskrá þessari, ef þörf þykir vegna
breyttra tíma og aðstæðna. Þarf samþykki allra sjóðsstjórnarmanna til
slíkra breytinga.
Reykjavík, 26/2 1969.
h. Félags íslenzkra lyflækna. F. h. Læknafélags íslands.
Óskar Þórðarson Arinbjörn Kolbeinsson
Sig. Þ. Guðmundsson Stefán Bogason
Tómas Á. Jónasson Friðrik Sveinsson
FYLGISKJAL 5 A
REGLUR FYRIR SAMTÖK HEILBRIGÐISSTÉTTA
14. JANÚAR 1969
1. Aðild:
Aðild að samtökunum geta átt stéttarfélög heilbrigðisstarfsmanna.