Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
175
Lára M. Ragnarsdóttir, sem annast skrifstofustjórn, María Kristleifs-
dóttir, en Bima Loftsdóttir fór til framhaldsnáms í Englandi; í hennar
stað hefur Sigrún Sigvaldadóttir verið ráðin lun tíma.
Guðjón Eyjólfsson endurskoðandi hefur verið fenginn sem sér-
fræðilegur ráðunautur til þess að annast fjárskil og endurskipulagn-
ingu á rekstri skrifstofunnar, bókhaldi o. fl.
Er unnið að því, að skrifstofan geti tekið að sér þjónustu fyrir
eftirtalda sjóði: Lífeyrissjóð lækna, Námssjóð sjúkrahúslækna (ef til
vill Námssjóð lækna), Styrktarsjóð lækna, hóptryggingu lækna og
annist auk þess almenna þjónustu fyrir sérgreinafélög. Frá 1. maí
hefur skrifstofan annazt öll þessi verkefni, þó að ekki sé húið að ganga
frá verksamningum við stjórnir hlutaðeigandi sjóða. Fyrir þessa þjón-
ustu verða teknar greiðslur á kostnaðarverði, þannig að ekki verðux
notað neitt af árgjöldum félaganna í þessa starfsemi, og mundi þetta
því létta almennan skrifstofurekstur læknafélaganna, þar sem sam-
eiginlegur kostnaður myndi dreifast á marga aðila og minnka útgjöld
Læknafélags fslands vegna skrifstofureksturs.
Þessar ráðstafanir voru í fyrsta lagi nauðsynlegar til þess að koma
í veg fyrir hækkun árgjalda á þessu ári vegna margháttaðra verðlags-
breytinga. Þetta mun einnig gera Læknafélagi íslands kleift að leggja
fyrir nokkurt fjármagn til þess að ráðast í byggingu á þakhæð Domus
Medica, eins og fram kom á síðasta aðalfundi L.í.
Lögfræðileg Lögfræðingur félagsins hefur verið Guðmundur Ingvi
aðstoð Sigurðsson og hefur verið leitað til hans um lögfræði-
lega þjónustu.
Læknanámskeið 29. jan. boðaði stjórn L.í. námskeiðsnefnd á sinn
fund, en í henni áttu sæti Óskar Þórðarson formaður,
Árni Björnsson og Tómas Helgason. Kom þar fram, að nefndin hefði
hug á allvíðtækum breytingum á fyrirkomulagi læknanámskeiða, og
eru þessar helztar. Það efni, sem tekið verði fyrir á námskeiðunum
verði afmarkaðra en áður, gera verði áætlanir fram í tímann um efnis-
val, teknir verði fyrir ákveðnir sjúkdómaflokkar eða sjúkdómar í
ákveðnum líffærakerfum. Þá verði fyrirkomulag námskeiðanna þannig,
að þar verði flutt nokkur allýtarleg erindi og síðan verði námskeiðun-
um skipt niður í umræðuhópa og hverjum umræðuhópi verði stjórnað
af sérfræðingi í þeirri grein, sem um var rætt. Þá er gert ráð fyrir,
að síðasta hluta stúdentar í læknisfræði fái einnig aðgang að nám-
skeiðunum og læknadeildinni verði boðin aðild að þessum námskeið-
um, þannig að hún veiti fjárhagslegan styrk og aðstoði við fyrirlestra-
hald og aðra kennslu. Læknadeild Háskóla Islands var ritað bréf varð-
andi þetta mál, dags. 9.4.1969 (fskj. 4 A). Læknadeildin svaraði bréfi
þessu munnlega og tók tilmælunum vel. Loforð fékkst fyrir fjárstyrk
og aðstoð við kennslu. Læknadeildin óskaði eftir því að fá fulltrúa
í námskeiðsnefnd og tilnefndi hún Davíð Davíðsson prófessor til að
taka sæti í nefndinni.