Læknablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ
215
FYLGISKJAL 11
SAMNINGUR
milli Læknafélags íslands annars vegar og stjórnar Sjúkrahúss ísa-
fjarðar hins vegar um laun og kjör sérfræðinga, sem starfa um skamm-
an tíma við sjúkrahúsið á ísafirði.
Samningur þessi miðast við sérfræðinga á Landspítalanum og
Borgarspítalanum í Reykjavík, og er eingöngu ætlað að leysa með
honum neyðarástand, sem skapazt hefur vegna skorts á sérfræði-
læknisþjónustu við Sjúkrahúsið á ísafirði í orlofi sjúkrahúslæknis.
1. gr.
Föst mánaðarlaun (eða hlutfallsleg laun fyrir skemmri tíma) skulu
vera samkvæmt samningi milli Læknafélags Reykjavíkur og stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna og Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkur-
borgar um laun lausráðinna sérfræðinga, miðað við 15 eyktir á viku,
að viðbættri stjórnunarþóknun, er nemi 25% á laun þessi.
2. gr.
Greiðslur fyrir gæzluvaktir og vinnu á þeim verði þær sömu og
sérfræðingar viðkomandi deildar hafa haft að meðaltali undanfarna
3 mánuði hjá ríkisspítölum eða Borgarsjúkrahúsi.
3. gr.
Stjórn Sjúkrahúss ísafjarðar greiði ferðakostnað læknisins til og
frá ísafirði, einnig verði lækni séð fyrir húsnæði á ísafirði honum að
kostnaðarlausu.
Skemmsti ráðningartími hvers læknis verði 3 vikur.
h- gr.
Vegna fjarvista og óbeinna útgjalda, er læknir verður fyrir vegna
starfsins, komi greiðslur til viðbótar launum skv. 1. og 2. gr. samnings-
ins, er svarar til 10 gæzluvakta á mánuði, hafi læknirinn haft opna
lækningastofu, ella greiðslur, er svari til 5 gæzluvakta á mánuði.
5. gr.
Lækni verði séð fyrir líf- og slysatryggingu að upphæð þrjár
millj. króna, og greiðist iðgjald af vinnuveitanda.
6. gr.
Læknir tekur engar greiðslur fyrir læknisverk unnin fyrir sjúkl-
inga, sem liggja á sjúkrahúsinu, né heldur fyrir læknisverk unnin í
sambandi við eftirmeðferð þeirra.
Vegna hinna sérstöku aðstæðna er sérfræðingi heimilað að taka
að sér heimilislæknisþjónustu fyrir utan-sjúkrahúss-sjúklinga í sam-
ráði við lækni þann, er nú er á ísafirði, enda sé störfum þessum hagað
þannig, að þau trufli ekki verulega þjónustu sérfræðingsins við sjúkra-