Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 67

Læknablaðið - 01.12.1970, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 203 sem aukastarf. Einnig eru til ágætir skólar fyrir heilbrigðisfulltrúa, bæði þá, sem ætla að gera það að aðalstarfi, og einnig hina, er ætla að hafa það að aukastarfi. Rétt er að undirstrika rækilega, að L.í. telur ekki koma til greina, að Heilbrigðiseftirliti ríkisins verði ætlaður staður á skrifstofu land- læknis, eins og að henni er búið nú. Ef eftirlitið á að bera tilætlaðan árangur, verður að gera ráð fyrir ýmiss konar rannsóknarstarfsemi í nánum tengslum við það. Þó er vafalaust hagkvæmt, að stofnanir, sem hafa annazt þessar rannsóknir hingað til, geri það eftirleiðis, ef það getur samrýmzt rekstri þeirra, þar sem óæskilegt er að dreifa slíkri starfsemi. Hins vegar vantar okkur enn þá marga þætti þeirra rannsókna, sem eru nauðsynlegir í sambandi við nútímaheilbrigðiseftirlit. Má þar til dæmis nefna marg- víslegar rannsóknir vegna atvinnusjúkdóma, mengun andrúmslofts og ýmiss konar manneldisrannsóknir. Verður reynslan og þróunin að leiða í ljós, hverja rannsóknarstarfsemi heppilegast er að reka í stofnun heilbrigðiseftirlitsins. Síðast en ekki sízt verður að gera ráð fyrir, að háskólakennarar í heilbrigðisfræði starfi að einhvei'ju leyti í tengslum við þessa stofn- un. Að minnsta kosti verða þeir að geta notið þeirrar aðstöðu, sem þar býðst til þess að kenna læknanemum og stunda vísindalegar rann- sóknir í heilbrigðisfræði. Ættu allir, sem áhuga hafa á slíkum rann- sóknum, að geta haft not af stofnuninni eftir vissum reglum, enda bíða mörg mikilvæg rannsóknarefni óleyst á þessu sviði. Heilbrigðisreglugerðir — heilbrigðissamþykktir: Það er veigamikið framfaraspor að semja eina allsherjarreglugerð, sem gildir fyrir allt landið. Má þá væntanlega fella úr gildi ýmsar reglugerðir, sem fjalla um einstaka þætti heilbrigðiseftirlitsins og erfitt er að henda reiður á. Rétt er að hvetja stærri kaupstaði til að setja eigin samþykktir. Það eitt, að skylda sveitarstjóm og heilbi’igðisnefnd, héraðslækni og heilbi'igðisfulltrúa viðeigandi kaupstaðar til að setjast niður og gera slíka samþykkt, eykur áhuga og hvetur menn til að kryfja málin til mergjar. Almenn ákvæði í heilbrigðisreglugerð: 10. gr. fi'umvarpsins á að vera eins konar rammi utan um væntan- lega heilbrigðisreglugerð. Það er auðvitað æskilegt, að sem flest sé tínt til af því, sem hafa þarf í huga, en hitt er jafn augljóst, að slík upptalning getur aldrei orðið tæmandi, og verður að reikna með, að ýmislegt komi fram, sem síðar þarf að fella inn í heilbrigðisreglugerðir (sbr. 11. gr. frumvarpsins). Ekki er ástæða til að bæta mörgu við upptalninguna, en þó má t. d. minna á sjóveitur, sem eru mjög þýðingarmiklar í sjávarþorpum, þar sem hörgull getur verið á fersku vatni til fiskþvotta, enda er sjór bezti þvottalögurinn fyrir ferskfisk, einkum þann, sem á að leggja hráan niður. Á hinn bóginn er erfiðara að hreinsa sjó en ferskvatn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.