Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 12

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 12
138 LÆKNABLAÐIÐ þeirra haíði verið í lyfjavímu í nokkra mánuði (í blóði var einnig ca. 45 míkróg/ ml af mepróbamati) og annar haíði áður reynt að ráða sér bana með lyfjum. Um hinn þriðja þeirra bentu allar líkur til þess, að hann heíði tekið 13 (1,3 g) mebúmal- töflur skömmu fyrir andlátið. Fimmti var talinn hafa verið drykkjumaður og grun- ur lék á, að hann hefði tekið allt að 30 mebúmaltöflur (3,0 g) skömmu fyrir and- látið. í þvagi hans var nokkurt magn alkóhóls (0,90%0). Sjötti einstaklingur í þessum hópi var talinn hafa verið þung- lyndur og kvíðinn. Hann fannst látinn á víðavangi. í blóði þess sjöunda fannst díemal auk allýprópýmals og hjá þeim áttunda fundust einkenni um langvinna berkjubólgu og hjartabilun. Við krufningu fundust einkenni um berkjubólgu hjá fjór- um öðrum í þessum hópi. Alkóhól var hins vegar með einni undantekningu ekki í um- talsverðu magni í blóði eða þvagi hjá ein- staklingum í þessum hópi. Hqpur IV: Meira en 15 míkróg/ml til og með 20 míkróg/ml (mebúmal 3; pentýmal 2). Einn hafði verið geðsjúklingur um margra ára skeið og fannst drukknaður í sjó. Ann- ar fannst látinn í hótelherbergi og var ástæða til þess að ætla, að hann gæti hafa tekið allt að 40 mebúmaltöflur (4,0 g). Alkóhól var ekki í mælanlegu magni í blóði eða þvagi. Þriðji hafði verið drykk- felldur og verið ölvaður síðustu dagana fyrir andlátið. Góðar heimildir eru fyrir því, að hann hafi tekið allt að 21 töflu af mebúmali (2,1 g) stuttu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 1,43%0. Við krufningu fundust einkenni um berkju- lungnabólgu. Hjá þeim fjórða fundust enn fremur einkenni um allútbreidda berkju- lungnabólgu. í blóði þess fimmta var díazepam (ca. 0,2 míkróg/ml) og klór- díazepoxíð (1-2 míkróg/ml), en alkóhól var ekki í mælanlegu magni í blóði eða þvagi. Hópur V: Meira en 20 míkróg/ml til og með 30 míkróg/ml (mebúmal 4). Einn hafði tekið barbítúrsýrusambönd, einkum mebúmal, í stórum skömmtum í mörg ár, oft 10-12 töflur í senn. Hann var talinn hafa tekið stóran skammt af mebúmali skömmu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 0,78%o. Annar hafði ölvaður tekið, eftir því sem bezt verður vitað, 30 mebúmaltöflur (3,0 g) skömmu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 0,75%o og í þvagi 1,37%0. Við krufningu fundust merki um gamla berkla- ígerð og lungnabjúgur. Þriðji hafði einnig ölvaður tekið mikið magn mebúmals. Magn alkóhóls í blóði var l,30%o. Um þann fjórða vantar flestar upplýsingar. Hópur VI: Meira en 30 míkróg/ml til og með 40 míkróg/ml (allýprópýmal 1; mebúmal 3; pentýmal 1). Einn hafði að líkindum tek- ið 30 pentýmaltöflur (3,0 g) skömmu fyr- ir andlátið. Annar hafði verið veikur í mörg ár og tekið ýmis róandi lyf og svefn- lyf (við krufningu fundust einkenni um langvarandi nýrnabólgu og magasár). Þriðji hafði verið til meðferðar hjá geð- sjúkdómalækni og fengið róandi lyf og svefnlyf (við krufningu fundust einkenni um lungnabólgu). Alkóhól var ekki í um- talsverðu magni í blóði eða þvagi þessara einstaklinga. Um þann fjórða og fimmta eru litlar upplýsingar. Nokkurt magn alkóhóls (0,93%o) var í blóði annars, en ekkert kom í ljós við krufningu, er skýrt gæti andlát þeirra. H ó p u r VII: Meira en 40 míkróg/ml til og með 50 míkróg/ml. (allýprópýmal 3). Einn hafði þjáðst af Parkinsonssjúkdómi og við krufningu sáust merki um þann sjúkdóm og um nýrnasjúkdóm. Magn alkóhóls í blóði var 0,56%o. Annar hafði verið heilsu- veill og drykkfelldur og við krufningu sáust einkenni um magasár og lungna- bjúgur. Magn alkóhóls í blóði var 0,33%o. Þriðji hafði verið lagður í spítala vegna eitrunar af völdum allýprópýmals og lézt 2-3 sólarhringum síðar. Svo sem fyrr segir, voru enn frernur í safninu fjórir einstaklingar, er tekið höfðu fenemal eða díemal. Var um fenemal að ræða í 3 tilvikum, en um díemal í einu tilviki. Einn þeirra hafði verið ölvaður og settur í fangageymslu og lézt þar. Við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.