Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Síða 12

Læknablaðið - 01.08.1973, Síða 12
138 LÆKNABLAÐIÐ þeirra haíði verið í lyfjavímu í nokkra mánuði (í blóði var einnig ca. 45 míkróg/ ml af mepróbamati) og annar haíði áður reynt að ráða sér bana með lyfjum. Um hinn þriðja þeirra bentu allar líkur til þess, að hann heíði tekið 13 (1,3 g) mebúmal- töflur skömmu fyrir andlátið. Fimmti var talinn hafa verið drykkjumaður og grun- ur lék á, að hann hefði tekið allt að 30 mebúmaltöflur (3,0 g) skömmu fyrir and- látið. í þvagi hans var nokkurt magn alkóhóls (0,90%0). Sjötti einstaklingur í þessum hópi var talinn hafa verið þung- lyndur og kvíðinn. Hann fannst látinn á víðavangi. í blóði þess sjöunda fannst díemal auk allýprópýmals og hjá þeim áttunda fundust einkenni um langvinna berkjubólgu og hjartabilun. Við krufningu fundust einkenni um berkjubólgu hjá fjór- um öðrum í þessum hópi. Alkóhól var hins vegar með einni undantekningu ekki í um- talsverðu magni í blóði eða þvagi hjá ein- staklingum í þessum hópi. Hqpur IV: Meira en 15 míkróg/ml til og með 20 míkróg/ml (mebúmal 3; pentýmal 2). Einn hafði verið geðsjúklingur um margra ára skeið og fannst drukknaður í sjó. Ann- ar fannst látinn í hótelherbergi og var ástæða til þess að ætla, að hann gæti hafa tekið allt að 40 mebúmaltöflur (4,0 g). Alkóhól var ekki í mælanlegu magni í blóði eða þvagi. Þriðji hafði verið drykk- felldur og verið ölvaður síðustu dagana fyrir andlátið. Góðar heimildir eru fyrir því, að hann hafi tekið allt að 21 töflu af mebúmali (2,1 g) stuttu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 1,43%0. Við krufningu fundust einkenni um berkju- lungnabólgu. Hjá þeim fjórða fundust enn fremur einkenni um allútbreidda berkju- lungnabólgu. í blóði þess fimmta var díazepam (ca. 0,2 míkróg/ml) og klór- díazepoxíð (1-2 míkróg/ml), en alkóhól var ekki í mælanlegu magni í blóði eða þvagi. Hópur V: Meira en 20 míkróg/ml til og með 30 míkróg/ml (mebúmal 4). Einn hafði tekið barbítúrsýrusambönd, einkum mebúmal, í stórum skömmtum í mörg ár, oft 10-12 töflur í senn. Hann var talinn hafa tekið stóran skammt af mebúmali skömmu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 0,78%o. Annar hafði ölvaður tekið, eftir því sem bezt verður vitað, 30 mebúmaltöflur (3,0 g) skömmu fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði var 0,75%o og í þvagi 1,37%0. Við krufningu fundust merki um gamla berkla- ígerð og lungnabjúgur. Þriðji hafði einnig ölvaður tekið mikið magn mebúmals. Magn alkóhóls í blóði var l,30%o. Um þann fjórða vantar flestar upplýsingar. Hópur VI: Meira en 30 míkróg/ml til og með 40 míkróg/ml (allýprópýmal 1; mebúmal 3; pentýmal 1). Einn hafði að líkindum tek- ið 30 pentýmaltöflur (3,0 g) skömmu fyr- ir andlátið. Annar hafði verið veikur í mörg ár og tekið ýmis róandi lyf og svefn- lyf (við krufningu fundust einkenni um langvarandi nýrnabólgu og magasár). Þriðji hafði verið til meðferðar hjá geð- sjúkdómalækni og fengið róandi lyf og svefnlyf (við krufningu fundust einkenni um lungnabólgu). Alkóhól var ekki í um- talsverðu magni í blóði eða þvagi þessara einstaklinga. Um þann fjórða og fimmta eru litlar upplýsingar. Nokkurt magn alkóhóls (0,93%o) var í blóði annars, en ekkert kom í ljós við krufningu, er skýrt gæti andlát þeirra. H ó p u r VII: Meira en 40 míkróg/ml til og með 50 míkróg/ml. (allýprópýmal 3). Einn hafði þjáðst af Parkinsonssjúkdómi og við krufningu sáust merki um þann sjúkdóm og um nýrnasjúkdóm. Magn alkóhóls í blóði var 0,56%o. Annar hafði verið heilsu- veill og drykkfelldur og við krufningu sáust einkenni um magasár og lungna- bjúgur. Magn alkóhóls í blóði var 0,33%o. Þriðji hafði verið lagður í spítala vegna eitrunar af völdum allýprópýmals og lézt 2-3 sólarhringum síðar. Svo sem fyrr segir, voru enn frernur í safninu fjórir einstaklingar, er tekið höfðu fenemal eða díemal. Var um fenemal að ræða í 3 tilvikum, en um díemal í einu tilviki. Einn þeirra hafði verið ölvaður og settur í fangageymslu og lézt þar. Við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.