Læknablaðið - 01.08.1973, Side 22
144
LÆKNABLAÐIÐ
BRé-p tiL BLacísirjs
Hr. ritstjóri.
í tilefni af nýjum þætti í blaði yðar, 59.
árg., 3.-4. tölublaði, sem ber yfirskriftina
„Frá heilbrigðisstjórn“ bið ég yður að
birta eftirfarandi.
Ég fagna því, að blaðið skuli hafa tekið
upp bessa nýbreytni og er sannfærður
tun, að þetta er æskileg leið til þess að
styrkja samstarf lækna og heilbrigðisyfir-
valda og hvetja lækna til þess að taka
virkari þátt í umræðum og mótun heií-
brigðismála heldur en verið hefur. Raunav
hefði ég óskað eftir, að blaðið gengi lengra
og réði ,,part-time“ blaðamann til þess að
sjá um, að þessum málum ásamt fleirum
séu gerð sem bezt skil í Læknablaðinu.
Má þar til nefna hugmyndir leikmanna
í strjálbýlinu um læknaskipunarmál og
læknisþjónustu, hugmyndir, sem fyrirtæki
hafa um læknaþjónustu og tryggingarmál,
lækninga- og heilbrigðismenntun almenn-
ings, stjórnun spítalanna og rekstur svo
eitthvað sé nefnt.
í fyrrnefndri grein í blaði yðar lýsir
PállSigurðsson ráðuneytisstióri með ágæt-
um því helzta, sem er að gerast í fram-
kvæmdum heilbrigðismála. í síðustu
tveim málsgreinunum er að finna mikinn
fróðleik fyrir þá, sem hafa áhuga á því,
sem verið hefur að gerast í málefnum
geðsjúkra að undanförnu. Þar segir frá
byggingu deildar drykkjusjúklinga við
Vífilsstaðaspítala, sem byggð skal fyrir fé
úr Gæsluvistarsjóði og verða lokið á ár-
inu 1974, Þar segir einnig frá bví, hvernig
fé Gæsluvistarsjóðs hefur undanfarið ver-
ið varið til byggingaframkvæmda við
Kleppsspítalann. Þar hefur t. d. verið
komið fyrir göngudeild, rannsóknarstof-
um, vinnu- og viðtalsstofum lækna, hjúkr-
unarkvenna, félagsráðgjafa, sálíræðinga,
kennslustofu o. s. frv. Þá segir einnig frá
geðdeild Landspítala.
Það er mál margra, að vinnuaðferðir
þess hóps, sem stendur að byggingu geð-
sjúkrahúss á lóð Háskólans og Landspítal-
ans, séu því líkastar sem verið sé að fella
veruleikann að skoðunum og óskum hóps-
ins, en ekki eins og leitast sé við að haga
gjörðum eftir skoðunum, sem byggðar eru
á könnun veruleikans. í starfi læknisins
mætti líkja þessu við lækni, sem héldi til
streitu einhverri uppáhaldsgreiningu án
tillits til einkenna sjúklings síns.
Ef fjárbörf téðrar byggingar er skoðuð
með hliðsjón af stærð íslenzku þjóðarinn-
ar, verður fyrirtækið álíka mikið miðað
við fólksfjölda eins og fyrirhugaðar fram-
kvæmdir Breta að grafa göng undir Erm-
arsund. Bretar hafa verið að velta þessu
fyrir sér af og til í tæpar tvær aldir og
lítur nú helzt út fyrir, að af framkvæmd-
um verði, ef marka má þá geysilegu undir-
búningsvinnu, sem verið hefur í gangi
undanfarin ár. Þótt svokölluð Byggingar-
nefnd Geðdeildar Landspítalans, undir
forsæti Tómasar Helgasonar prófessors,
hafi verið fljót að átta sig á hlutunum,
táknar það ekki endilega, að hún hafi
kynnt sér málin miðlungi vel, og má eins
ætla að ástæðan fyrir hröðum störfum
nefndarinnar sé einmitt víðtæk gagnasöfn-
un, vel unnin, sem nefndin hefur haft
greiðan aðgang að. Ástæðan fyrir tor-
tryggni í garð geðdeildarhópsins er kann-
ske einmitt sú, að niðurstöður af gagna-
söfnun og rannsóknum nefndarinnar hafa
hvergi verið birtar. Það einasta, sem birzt
hefur, eru tölur erlendis frá, sem auðvit-
að byggja á erlendum staðháttum og
skipulagi, og öðrum efnahag.
I Ijósi þess, er að framan greinir, vil
ég nú biðja ráðuneytisstjórann að birta
helztu niðurstöður af rannsóknum og
gagnasöfnun téðrar nefndar. Spurningarn-
ar, sem bíða svars, eru margar. Hver er
t. d. skýrgreining nefndarinnar á geðsjúkl-
ingi? Hvenær eru þeir taldir þurfa sjúkra-
rúm? Hvernig skiptir hún þeim í skamm-
vistar- og langvistarsjúklinga? Eru áfeng-
issjúklingar flokkaðir sem geðsjúklingar