Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 29

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 147 B-rO É-r é! -om-ré léúnó Guðmundur Ingi Eyjólfsson og Ká?i Sigurbergsson TELANGIECTASIA HEREDITARIA HEMORRHAGICA Islenzk œtt með gúlagrúa. Frccð'.logt yfirlit. INNGANGUR Sjúkdómurinn telangiectasia hereditaria hemorrhagica, öðru nafni Rendu-Osler- Weber disease, er í grein þessari nefndur gúlagrúi. Hann einkennist af æðagúlum (telangiectasium) í húð, slímhúðum og víðar. Tíðar blæðingar úr æðagúlum þess- um, sérlega í slímhúð nefs og meltingar- vegar valda oft alvarlegu blóðleysi. Sjúk- dómurinn erfist ríkjandi og er ekki bund- inn við kynlitning. Hér á eftir verða raktar í stórum drátt- um sjúkrasögur tólf einstaklinga sömu ættar með gúlagrúa. Sjúkdómurinn fannst hjá tíu náskyldum einstaklingum í þrem- ur ættliðum og feðgum. Upphaflega var ókunnugt um skyldleika feðganna við hinn hópinn, en þar sem bæði virtist ó- sennilegt, að um margar ættir með þenn- an sjúkdóm væri að ræða hérlendis, og forfeður beggja höfðu búið öldum saman i Landeyjum, þótti líklegt, að þeir væru sömu ættar. Var þetta athugað nánar, og voru báðir ættleggir raktir saman í 5. og 6. lið frá elztu einstaklingum. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur, og hafa ýmsir undrazt það, þar sem hann erf- ist ríkjandi. Hér gildir þó að öllum lík- indum erfðaregla Hardys og Weinbergs, sem skýrir hvers vegna hlutfallslegur fjöldi sjúklinga breytist ekki frá kynslóð til kynslóðar, hvort sem um er að ræða víkjandi eða ríkjandi erfðir. Sjúkdómur- inn verður oft ekki greindur nema með nákvæmri líkamsskoðun, en ef vitað er, að sjúkdómurinn liggur í ætt hlutaðeig- andi sjúklings, auðveldar það mjög grein- ingu. Ekki hefur áður verið ritað um gúla- grúa í íslenzkri ætt, en greint hefur ver- ið frá konu með gúlagrúa, sem einnig var talin bera leyndan arfstofn að von Wille- brands sjúkdómi. Þessi kona var ekki skyld þeim sjúklingum, sem hér er greint frá, svo að vitað sé.38 Við greiningu sjúkdómsins eru notuð nckkuð breytileg skilmerki. Harrison studdist við þessa þrenningu: Aragrúa af æðagúlum, blæðingar og ættarsögu um þetta hvort tveggja.30 Hodgson, sem greindi gúlagrúa hjá 91 af 231 einstakl- ingi sömu ættar, notaði nefblæðingar sem skilmerki í stað blæðinga.33 SÖGULEGT YFIRLIT Árið 1864 greindi Sutton frá nokkrum sjúkhngum með tíðar blæðingar úr nefi cg blóðhráka, sem hann taldi stafa af nær- ingarskorti háræðanna. Hann áleit, að blóðnasir gætu verið arfgengar.00 Ári síð- ar lýsti Babington ætt með arígenga til- hneigingu til nefblæðinga. Tíðar nefblæð- ingar sáust hjá fimm ættliðum, bæði kon- um og körlum. Æðagúlum var bó ekki lýst.3 Árið 1896 lýsti Rendu 52ja ára karl- manni, sem fékk síendurteknar nefblæð- ingar og haíði smá, grunnstæð angiomata í andliti, á hálsi, brjósti og í munnslím- húð. Móðir hans og bróðir fengu einnig tíðar blóðnasir. Rendu taldi blæðingarnar koma frá þessum angiomata og nefndi sjúkdóminn pseudohæmophilia.58 Árið 1901 lýsti Osler öllum einkennum sjúk- dómsins, nema fistlum í lungum. Grein hans hét: On a family fórm of recurring epistaxis, associated with multiple telan- giectases of the skin and mucous mem- branes. Þar lýsir Osler þeirri þrenningu einkenna, sem þarf til öruggrar greining- ar sjúkdómsins: Tíðum blóðnösum, mergð af æðagúlum á húð og slímhúðum og arf- gengi.51 Parkes Weber gerði nánari grein fyrir erfðum og einkennum sjúkdómsins og aðgreindi gúlagrúa betur frá dreyra- sýki.70 Hanes gaf sjúkdómnum heitið hereditary hemorrhagic telangiectasia og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.