Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 33

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 151 Ljósm.: Guðmundur Oddsson. með aldrinum. Hún fékk lost og dó skyndi- lega á Sjúkrahúsi Hvítabandsins 1967, 2 klst. eftir að hún var lögð inn. Hafði hún verið lögð inn til meðferðar vegna polypus cervicis uteri. Krufning leiddi ekki í ljós dánarorsök. Æðar í ristli og smágirni voru áberandi og blóðfylltar. Smásjárskoðun á lifur sýndi væga periportal bólgu og stöku granulomata. Endurskoðun á bessu ári leiddi ekki í ljós æðagúla í lifur (Jónas Hallgrímsson). Sj. var 170 cm á hæð og grannvaxin. Lifur vó 1645 gr og milti 190 gr. Þessi líffæri voru því stækkuð. VII, 25, f. 1892. Hefur fengið tíðar blóð- nasir frá því hann man fyrst eftir sér. Hann tók eftir rauðum blettum í andliti, er hann var tæplega fertugur. Lagður inn á Landakotsspítala árið 1945 vegna tjöru- hægða og mikils blóðleysis. Röntgen- myndataka af maga sýndi sár, og var þá gerð resectio ventriculi. Blæðingar frá meltingarvegi héldu þó áfram, og var hann lagður inn á Landspítalann tveimur árum síðar og var þá með tæplega 30% blóð. Rendu-Osler-Weber sjúkdómur var þá greindur af Óskari Þórðarsyni. Síðan hefur sjúklingur fengið tíðar blóðgjafir á Sjúkrahúsi Selfoss. Lá á Landspítala árið 1970 vegna blóðleysis. Hgb. var þá 9 gr%, blóðflögur 119.000, biæðingartími og P-P tími voru eðlilegir. Magaspeglun (Hauk- ur Jónasson) sýndi telangiectasiur um all- an maga. Skoðun í apríl 1972 leiddi í ljós fölleitan mann með mergð æðagúla í and- liti, á vörum, undir tungu, á gómbogum og ennfremur á hálsi, bringu, baki, fingr- um og undir nöglum. Hess próf var nei- kvætt. VIII, 9, f. 1937 hefur haft nefdreyra frá 12 ára aldri, þó ekki ýkja oft. Hinn 17/9 /71 var Hgb. 13,3 gr%. Nokkrar telangi- ectasiur finnast á vörum og undir tungu. VIII, 11, f. 1944 (sjá mynd). Árið 1963 veiktist sjúklingur snögglega og varlagður inn á Landspítala vegna höfuðverkja, krampa og hægri helftarlömunar. Bilateral carotisangiographia, sem gerð var 29/1 ’63, sýndi intracerebral blæðingu í temporc- parietal svæði vinstra megin (Gunnar Guðmundsson). Sjúklingur var sendur á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og blæð'- ingin hreinsuð út. Carotisangiographia var

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.