Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 35

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 153 slagæðar og bláæðar án rennslis í gegnum háræðar.31 Við smásjárskoðun á æðagúlum fann Hanes útvíkkaðar, grunnstæðar æðar með einfaldri innþekju án vöðva og teygju- vefs.28 Vöðvaþráðum hefur hins vegar ver- ið lýst síðar, en ekki samfelldu vöðva- lagi.17 Við skoðun á tungugúlum í raf- eindasjá sjást útvíkkaðir æðagangar með samfelldri einlaga innþekju á grunnhimnu (basement membrane). Sléttar, dreifðar vöðvafrumur sjást einnig, en mynda ekki samfellt vöðvalag um æðina.34 Augljóst er, að um allsherjar-æðasjúk- dóm er að ræða, enda hefur æðaútvíkkun- um verið lýst í flestum líffærum, svo sem heila, lungum, lifur, milta, brisi, beinum, kölkUngi, heiladingli og nýrnahettum. i617 8 Hafa menn helzt hallazt að því, að um galla í bandvef væri að ræða, annaðhvort í æðunum sjálfum eða í æða- beðnum.53 Stórar æðaflækjur myndast helzt þar sem æðabeðurinn er stoðvefs- rýr og mótstöðulítill.26 Fistlar myndast því oftast í lungum, og hefur fjölda slíkra tilfella verið lýst.33 47 48 Úr þessum út- víkkuðu æðum blæðir þráfaldlega, eink- um frá nefi og meltingarvegi, þar sem slímhúðin er með einlaga eða marglaga stuðlaþekju. Síður blæðir gegnum marg- laga flöguþekju í munni og vélinda, og örsjaldan eru húðblæðingar vandamál. Blæðingar í vefi eru sjaldséðar. Blæðingar má venjulega rekja til æða- gúla, sem fá litla hlífð af þunnri þekju. Vöðvasamdráttur á sér ekki stað í þess- um æðagúlum, en vöðvar í aðliggjandi slagæð dragast saman á eðlilegan hátt.53 Flögur og storknunarþættir eru eðlilegir og öll blæðingarpróf eðlileg, nema hvað háræðarleka hefur verið lýst stöku sinn- um.72 Þessi vefjagalli er þó ekki eingöngu bundinn við smærri æðar, en kemur með ýmsu móti fram í stærri æðum. Lýst het'- ur verið gúlp á meginslagæð, mörgum gúlpum á miltisslagæð, gúlp á lifrarslag- æð og bláæðargúl (phlebectasiu) í ristli. 07 49 io 27 28 58 25 Gúlpamyndun þessi hefur verið skýrð með blóðrásartruflun í nær- ingaræðum stærri æðanna.38 Æðagúlar finnast í ýmsum sjúkdómum. Við líkamsskoðun sést þó oft einn og einn gúll, án þess að slíkt bendi til neins ákveð- ins sjúkdóms. Þannig má sjá einstaka æða- gúla í andliti, á vörum og undir tungu hjá heilbrigðum. Osler lætur þess getið, að hann sjálfur hafi haft einn slíkan á fingri sér um árabil.51 Því hefur verið veitt athygli, að æðagúlar geta horíið, en aðrir birzt í staðinn, og gildir hið sama um köngulfléttur (spiders).5 Æðagúlai sjást í andliti hjá veðurbörnu fólki, t. d. bændum og sjómönnum og koma gjarnan í húð, sem verður .fyrir meiri háttar hita eða röntgengeislun. Æðagúlar eru höfuðmeinið í nevi-vas- cularis og þeim tilheyrir nevus vascularis senilis eða „cherry angioma“, sém sést einkum á framanverðum bol hjá rosknu fólki, ennfremur í neuroangiopathia con- genitalis (t. d. ataxia telangiectasia), telangiectasia prögressiva essentialis, svo og gúlagrúa. Æðagúlar einkenna basal cell epitheli- bma, neorobiosis lipoidica diabeticorum, poikiloderma atrophicans vasculare og purpura anularis telangiectodes. Þeir eru alláberandi í ýmsum bandvefs- sjúkdómum, svo sem lupus erythematosus, dermatomyösitis og scleroderma. Þeir sjást í ýmsum húðsjúkdómum, t. d. acne rosacea, xeroderma pigmehtosum og actinic dermátitis.50- SJÚKDÓMSMYND OG MEÐFERÐ Neíblæðingar eru. svo algengar í gúla- grúa, að þær eru af flestum hafðar sem skilyrði fyrir greiningu. Þær byrja oftast eftir þrítugt og verða tíðari með aldrin- um. Smánefblæðingar koma jafnt á nóttu sem degi, oftast án áverka. Fossandi blóð- nasir eru stundum erfiðar viðfangs. Þess- ar sífelldu nefblæðingar geta raskað öllu daglegu lífi sjúklinganna og verið þeim til mestu raunar. Þeir þurfa stöðugt að vera undir það búnir að geta stöðvað blæðinguna með tróði, hvar og hvenær sem er. Nefblæðingar hafa verið stærsta heilsuíarsvanaamál flestra þeirra sjúkl- inga, sem hér er. lýst, og hafa farið vax- andi með aldrinum. Harrison telur blóðnasir aðaleinkenni

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.