Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 56

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 56
164 LÆKNABLAÐiÐ Hl áhugi á lyfjaframleiðslu eftir því sem unnt er hérlendis. Koma þar til í fyrsta lagi vaglegar forsendur, enda er skilyrði fyrir íilveru þróaðrar lyfjafræði, að næg verk- efni séu fyrir hendi í lyfjaiðnaði. í öðru lagi eru öryggisíorsendur og má þar sem dæmi nefna dreypilyfjaframleiðslu, því óhugsandi er að treysta í öliu á innflutning þess lyfja- forms. í þriðja lagi má nefna hagkvæmis- forsendur, sem skýra má sem gjaldeyris- sparnað vegna nýtingar á innlendri tækni og þekkingu í stað erlendrar, og ennfremur má gera ráð fyrir, að innlend framleiðsla verði að jafnaði ódýrari en samsvarandi er- lend framleiðsla. í framhaldi af ofanrituðum skýringum varðandi það alþjóðlega samstarf, sem hef- ur að markmiði samræmdar gæðakröfur, er Ijóst, að kröfur þessar eru í meginatriðum bindandi fyrir lyfjaframleiðslu hér á landi. Það er því eitt af stærstu verkefnum lyfja- eftirlitsins að gefa framleiðendum leið- beiningar um framleiðsluhætti þeirra og skal því ekki leynt, að það mun kosta tals- vert átak af hálfu sumra þeirra að bæta úr svo viðunandi verði. Afleiðing herts framleiðslueftirlits verð- ur ef til vill fækkun á lyfjaframleiðendum og er orsakarinnar þá að leita til harðari skilyrða varðandi framleiðsluhætti. Merki þessarar þróunar sjást ef til vill þegar í því, að lyfjabúðir eiga stöðugt minni hlutdeild í heildarframleiðslunni, enda sinna hinar nýrri lyfiabúðir ekki meiriháttar lyfjafram- leiðslu. ísland er eitt af örfáum löndum í vesturálfu þar sem lyfjabúðir framleiða lyf að marki. Það þarf ekki að vera röksemd gegn lyfjabúðaframleiðslu út af fyrir sig, en líkast til eru það hagkvæmisástæður, sem ráðið hafa þeirri þróun. Nú verður það með hverjum degi Ijósara, að lyf þurfa að fara í gegnum meiri hreins- unareld en þann, sem fellst í framkvæmd góðra framleiðsluhátta frá, hráefni til full- mótaðs lyfs. Hin klíniska viðurkenning þarf í sífellt auknum mæli að liggja fyrir sem sönnun þess, að lyf sé af tilskyldum gæð- um. Hér er um læknisfræðilegt eftirlit að ræða á verkun staðlaðs efnis í ákveðnu lyfjaformi. Þarf ekki að fara í grafgötur með, að brýn þörf er á að skapa aðstöðu fyrir slíkar virkar klíniskar rannsóknir á innlendri íramleiðslu. Lyfjaskrárnefnd hefur, í sam- ráði við ráðuneytið, látið gera nokkrar klín- iskar rannsóknir á þrem lyfjategundum vegna undirbúnings að útgáfu lyfjaforskrifta- safns. ANNAÐ EFTIRLIT Sá þáttur lyfjaeftirlits, sem lögð hefur verið megináherzla á fram að þessum tíma, er sem áður segir lyfjabúðaeftirlitið. Við framkvæmd þess eftirlits er einkum lögð áherzla á eftirlit með því, að búnaður, húsa- kynni og rekstur lyfjabúða, svo og geymsla og meðferð lyfja í lyfjabúðum, sé með þeim hætti, sem krafizt er samkvæmt lyfsölulög- um og reglugerðum, er settar hafa verið samkvæmt þeim. Nú er alkunna, að víða í strjálbýli er lyfjasala í höndum héraðs- lækna og dýralyfjasala í höndum dýralækna. Án þess, að nokkuð sé fullyrt um, hvernig búnaði og restri þessara lyfjasala sé al- mennt háttað, er framkvæmd eftirlits með slíkum lyfjasölum framarlega á verkefna- skrá lyfjaeftirlitsins. Má búast við, að slíkt eftirlit fari að verulegu leyti fram á næst- unni, enda að því stefnt, að engin mis- munun milli hinna ýmsu fyrirtækja og stofn- ana verði í framkvæmd lyfjaeftirlitsins inn- an ramma lyfsölulaganna. Lyfjadreifing innan sjúkrahúsa er einnig á verkefnaskrá lyfjaeftirl itsins og er það eftirlit að stofni til fyrirhugað með sama móti og hið almenna lyfjabúðaeftirlit. Þá má að lokum nefna eftirlit með inn- flutningi, sölu, meðferð og notkun ávana- og fíknilyfja, sem hefur verið verulega eflt á síðustu 5 árum. í undirbúningi eru nán- ari reglur, er varða innflutning, framleiðslu og sölu slíkra lyfja. í framangreindu hefur verið leitazt við að skýra helztu verkefni lyfjaeftirlits og að þessu sinni einkum reynt að gera grein fyrir því, sem fyrir liggur að gera ti! að full- nægja gæða- og öryggiskröfum í lyfjafram leiðslu. 8. júní 1973. Almar Grímsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.