Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 61

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 169 TAFLA 4 Niðurstöður vefjarannsókna við mediastinoscopi. Cancer 12 Lymfogranulomatosis benigna 2 — maligna 2 Tuberculosis 1 Reactiv hypei'plasi, chronisk bólga 11 Eðlilegir eitlar 10 Bandvefur og fituvefur 2 40 að ræða. í 12 tilfellum voru æxlismein- vörp í eitlum og sýnir tafla 5 hvaða æxli var um að ræða. Fjórir sjúklinganna höfðu meinvörp frá adenocarcinoma. Af þessum sjúklingum reyndust tveir hafa primeran lungnacancer. Tafla 6 sýnir, hvaðan vefja- sýnin voru tekin. í þessum 40 speglunum tel ég aðeins hafa orðið tvær minni háttar complication- ir. í öðru tilfellinu var um að ræða væga lungnabólgu, sem lagaðist fljótt með anti- biotica. Hvort speglunin eða svæfingin var orsök lungnabólgunnar, verður ekki skorið úr um. Hinn sjúklingurinn fékk háan hita, um 40°C. Hitahækkunin stóð einungis í þrjá daga, en orsakir hitans fundust ekki. Þessi sjúklingur fékk einnig antibiotica. Engin meiri háttar blæðing hefur orðið við þessar aðgerðir. f aðeins tveim tilfell- um reiknaðist blæðing 30-40 ml. í þeirri greinum, sem ég hef séð um þetta, er blæð- ing ekki talin complication, nema að hún sé meiri en 150 ml. UMRÆÐA Rannsóknaraðgerð sú, er að framan greinir (mediastinoscopia) hefur þegar sannað gildi sitt, enda hafa læknar notað hana í vaxandi mæli í staðinn fyrir Daniels biopsi. Sjúkrahús á Norðurlöndum hófu fyrst þessar aðgerðir, en nú eru þær orðnar út- breiddar í Vestur-Evrópu og USA. Öll- um ber saman um, að notagildi aðgerðar- innar sé fyrst og fremst við krabbamein TAFLA 5 Histologisk diagnosis á meinvörpum. Flöguþekjucancer 3 Anaplastiskur cancer 4 Adenocancer 4 Cancer-tegund óviss 1 12 í lungum — eða grun um slíkt, en oft kemur hún einnig að góðu gagni þegar um er að ræða grun um æxli í mediastin- um og ýmsa kerfissjúkdóma. Krabbamein í lungum hefur farið mjög í vöxt og er víða orðinn algengasti cancer hjá karlmönnum, svo sem í USA, en hér á landi er hann líklega í öðru til þriðja sæti. Það hefur alltaf valdið töluverðum erfið- leikum að dæma um, hvort lungnacancer er skurðtækur eða ekki, enda sýnir fjöldi explorativra brjóstholsskurða þetta vel. Við lungnacancer hefur því notagildi rannsóknaraðgerðarinnar verið í megin- atriðum tvíþætt. f fyrsta lagi að fá vefja- sýni, sem gæti leitt í ljós, hvort um væri að ræða illkynja æxli og í öðru lagi að skera úr um það, hvort æxlið sé skurð- tækt eða ekki. Flestir brjóstholsskurðlæknar eru sam- mála um, að þegar æxli er farið að vaxa ífarandi í mediastinum eða meinvörp eru komin í eitla, og einkum ef þau hafa vax- TAFLA 6 Vefjasýni tekin frá eftirtöldxun eitlum. Paratrachealeitlum 3 Sup. tracheobronchial eitlum 17 Inf. tracheobronchial eitlum 7 Sup. og inf. tracheobronchial eitlum 5 Para- og sup. tracheobronchial eitlum 1 Tumor mediastini 5 Band- og fituvefur 2 40

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.