Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 67

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 171 Brynlclfur Stcingrímsson NÝ HEILBRIGÐISLÖGGJÖF INNGANGUR í grein þessari verður leitast við að rekja nokkur atriði í stjórnunarfræði með tilliti til þeirrar nýju heilþrigðislöggjafar, sem samþykkt var af Alþingi 16. apríl s.l. Hinn 22. apríl 1970 var á Alþingi sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðismálaráðherra að skipa nú þegar nefnd til að endur skoða ýmsa þætti heilbrigðislöggjafar- innar og sérstaklega um læknaskipan og sjúkrahús með það fyrir augum, að lækn- ar fáist til starfa í þeim héruðum, sem nú eru læknislaus. Nefndin skal skipuð 5 mönnum: landlækni eða ráðuneytis- stjóra heilbrigðismálaráðuneytisins, er vera skal formaður nefndarinnar, tveim- ur mönnum tilnefndum af Læknafélagi íslands og skulu þeir vera héraðslæknir og sjúkrahúslæknir, einum manni til- nefndum af læknadeild Háskóla íslands, og einum af Sambandi íslenzkra sveitar- félaga. Nefndin hefji þegar störf og skili tillögum sínum til úrbóta eigi síðar en 1. marz n.k.“. I nefndinni áttu sæti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, formaður, As- rnundur Brekkan yfirlæknir og Brynleifur Stsingrímsson héraðslæknir, tilnefndir af Læknafélagi íslands, Tómas Helgason pró- fessor, tilnefndur af læknadeild Háskóla íslands og Magnús E. Guðjónsscn fram- kvæmdastjóri, tilnefndur af Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga. Nefndin hóf ekki störf fyrr en í byrjun vetrar 1970, en skilaði áliti og tillögum til heilbrigðis- málaráðherra í apríl 1971. Voru tillögur nefndarinnar í meginatriðum í því formi, sem nýsamþykkt lög um heilbrigðisþjón- ustu hafa. Eftir að nefnd, skipuð af heilbrigðis- málaráðherra eftir stjórnarskiptin 1971, haíði fjallað um tillögurnar og leitað álits heilbrigðisstétta um þær, voru þær lagðar fram sem frumvarp fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi, 1971-1972. Alþingi skipaði þá nefnd þingmanna til að fjalla um til- lögurnar og voru þær síðan, mikið breytt- ar, lagðar fyrir alþingi sem stjórnarfrum- varp, en við afgreiðslu laganna komu fram margar breytingartillögur, sem voru sam- þykktar. Það gefur því auga leið, að til- lögur upphaflegu nefndarinnar eru orðnar mjög breyttar, en með frestun héraða- skipunarinnar, en betur nefnt svæðisskip- unarinnar, er í rauninni einu meginatriði tillagnanna kollvarpað. Einstakar greinar hinnar nýju löggjafar verða ekki ræddar hér, heldur rædd sú grein löggjafarinnar, sem farið hefur óbreytt í gegnum allar nefndir og um- ræður á Alþingi, en það er 1. gr., sem hljóðar svo: 1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á f ullkomnustu heilbrigðisþ j ónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði. 1.2. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugæzlu, heilbrigðiseftir- lits, læknisrannsókna, lækninga á sjúkrahúsum og endurhæfingar- starfs. 1.3. Ráðherra heilbrigðis- og trygginga- mála sér um, að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og regl- ur.5 Er þessi grein forsenda fyrir þeirri rök- semdafærslu, sem hér fer á eftir. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Tveir meginþættir allrar þjónustu eru veitt og þegin þjónusta. í því tilviki, sem hér um ræðir. er ríkis-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.