Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 171 Brynlclfur Stcingrímsson NÝ HEILBRIGÐISLÖGGJÖF INNGANGUR í grein þessari verður leitast við að rekja nokkur atriði í stjórnunarfræði með tilliti til þeirrar nýju heilþrigðislöggjafar, sem samþykkt var af Alþingi 16. apríl s.l. Hinn 22. apríl 1970 var á Alþingi sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðismálaráðherra að skipa nú þegar nefnd til að endur skoða ýmsa þætti heilbrigðislöggjafar- innar og sérstaklega um læknaskipan og sjúkrahús með það fyrir augum, að lækn- ar fáist til starfa í þeim héruðum, sem nú eru læknislaus. Nefndin skal skipuð 5 mönnum: landlækni eða ráðuneytis- stjóra heilbrigðismálaráðuneytisins, er vera skal formaður nefndarinnar, tveim- ur mönnum tilnefndum af Læknafélagi íslands og skulu þeir vera héraðslæknir og sjúkrahúslæknir, einum manni til- nefndum af læknadeild Háskóla íslands, og einum af Sambandi íslenzkra sveitar- félaga. Nefndin hefji þegar störf og skili tillögum sínum til úrbóta eigi síðar en 1. marz n.k.“. I nefndinni áttu sæti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, formaður, As- rnundur Brekkan yfirlæknir og Brynleifur Stsingrímsson héraðslæknir, tilnefndir af Læknafélagi íslands, Tómas Helgason pró- fessor, tilnefndur af læknadeild Háskóla íslands og Magnús E. Guðjónsscn fram- kvæmdastjóri, tilnefndur af Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga. Nefndin hóf ekki störf fyrr en í byrjun vetrar 1970, en skilaði áliti og tillögum til heilbrigðis- málaráðherra í apríl 1971. Voru tillögur nefndarinnar í meginatriðum í því formi, sem nýsamþykkt lög um heilbrigðisþjón- ustu hafa. Eftir að nefnd, skipuð af heilbrigðis- málaráðherra eftir stjórnarskiptin 1971, haíði fjallað um tillögurnar og leitað álits heilbrigðisstétta um þær, voru þær lagðar fram sem frumvarp fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi, 1971-1972. Alþingi skipaði þá nefnd þingmanna til að fjalla um til- lögurnar og voru þær síðan, mikið breytt- ar, lagðar fyrir alþingi sem stjórnarfrum- varp, en við afgreiðslu laganna komu fram margar breytingartillögur, sem voru sam- þykktar. Það gefur því auga leið, að til- lögur upphaflegu nefndarinnar eru orðnar mjög breyttar, en með frestun héraða- skipunarinnar, en betur nefnt svæðisskip- unarinnar, er í rauninni einu meginatriði tillagnanna kollvarpað. Einstakar greinar hinnar nýju löggjafar verða ekki ræddar hér, heldur rædd sú grein löggjafarinnar, sem farið hefur óbreytt í gegnum allar nefndir og um- ræður á Alþingi, en það er 1. gr., sem hljóðar svo: 1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á f ullkomnustu heilbrigðisþ j ónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði. 1.2. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugæzlu, heilbrigðiseftir- lits, læknisrannsókna, lækninga á sjúkrahúsum og endurhæfingar- starfs. 1.3. Ráðherra heilbrigðis- og trygginga- mála sér um, að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og regl- ur.5 Er þessi grein forsenda fyrir þeirri rök- semdafærslu, sem hér fer á eftir. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Tveir meginþættir allrar þjónustu eru veitt og þegin þjónusta. í því tilviki, sem hér um ræðir. er ríkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.